Fjölrit RALA - 15.09.2001, Blaðsíða 66
Korn 2000
58
í öllum tilraummum var töluverður mimur á uppskeru og þroska koms eftir legu reita. Þennan
mun er aðeins að litlu leyti hægt að einangra sem blokkamun í venjulegri fervikagreiningu.
Reitunum var því eftir á raðað í smáblokkir á tvo vegu, bæði langs og þvers, og tilraunimar
gerðar upp með aðferð sennilegustu frávika (Reml). Reitir með sömu áburðardýpt en mis-
munandi sáðdýpt vom enda við enda og mynduðu því eðlilega smáreiti. Mat á meðalárangri
meðferðar breytist lítillega við þetta uppgjör, en sá kostur var þó valinn að sýna einfold
meðaltöl. Mat á staðalskekkju er ekki sýnt. Þar sem liðimir með mónóammoníumfosfati
vom í heilum lengjum er ekki unnt að meta árangur af niðurfellingunni nema líta á hveija
tilraim sem einstaka endurtekningu.
í þremur tilraunum af sex (Korpu, Vindheimum og Miðgerði) fannst ekki marktækur munur á
uppskem eða þroska eftir því hversu djúpt var sáð eða áburður felldur niður. í fjórðu
tilrauninni (Þorvaldseyri) fannst einungis munur á áburðardýpt í Gunillu (ekki í Arve). Þar
gaf dýpst setti áburðurinn marktækt meiri og betur þroskaða uppskem en sá grynnst setti.
Þetta verður ekki skýrt og er ekki í tengslum við annan mun.
Uppskem- og þroskamunur kom fram eftir meðferðarliðum á Osi og Hvanneyri. Var þó
munurinn í sína átt á hvorum stað, enda jarðvegur eins ólíkur og verða má. Á Ósi er jarð-
vegur nánast hreinn sjávarsandur, klakalaus allan veturinn, og orðinn vel þurr þegar sáð var
eftir nokkurra daga blástur. Á Hvanneyri er aftur á móti reiðingsmýri af verstu gerð, klaki enn
í jörðu þá sáð var eða rétt að kveðja. Jörð var þar blaut. í samræmi við það reyndist vel að
fella sáðkom djúpt niður á Ósi. Dýpstu niðurfellingarliðimir vom marktækt betri en tveir þeir
grynnri og eins reyndist sá næst grynnsti betur en sá grynnsti. Þetta skýrist af því að sandur-
inn var þurr í yfirborði, ekkert rigndi næstu vikur og grynnst setta komið hefur spírað lítið og
illa. Bæta hefði mátt úr þessu með því að valta akurinn. Tilraunin í heild var mjög breytileg.
Á Hvanneyri var annað uppi á teningnum. Þar reyndist best að setja komið sem grynnst og
dýpst setta komið virðist hafa átt erfitt uppdráttar vegna bleytu. Þar kom fram samspil
meðferðarþátta hjá Gunillu. Grannt sett kom varð líka að hafa áburð í yfirborði ef vel átti að
takast til. Það bendir til þess að rætur hafi lítt leitað niður í kuldann.
í lokin er tafla um áhrif þess að fella mónóammoníumfosfat (maf.) niður með sáð-kominu.
ítrekað skal að ekki var um aukaáburð að ræða. Eins og áður er sagt er skekkja ekki mælanleg
í þessum samanburði þar eð áburðarliðimir em í heilum röðum.
Uppskera, hkg þe./ha
Ko Os Hv Vi Mi Meðaltal
Arve Ánmaf. 26,1 19,5 26,0 52,3 47,0 34,2
Með maf. 25,3 17,8 28,1 58,5 48,8 35,7
Gunilla Án maf. 31,6 23,8 9,9 45,6 33,0 28,8
Með maf. 33,8 22,0 12,1 42,0 33,4 28,7
Án maf. Þroskaeinkunn
Arve 156 148 129 163 148 149
Með maf. 158 153 126 165 151 151
Gunilla Án maf. 151 147 109 161 145 143
Með maf. 156 145 107 164 149 144
Niðurfellingin sýnist hafa flýtt þroska í 3 tilraunum, þeim sömu og sýndu engin viðbrögð við
niðurfellingu áburðar og sáðkoms (Korpu, Vindheimum og Miðgerði). í flestum tilvikum
ræður þurrefni koms við skurð miklu um þennan mælda mun (þroskaeinkunn er eins og áður
segir summa þúsundkomaþunga, rúmþyngdar og þurrefnis við skurð). Munurinn getur því
verið kerfisbundin skekkja orðin til vegna þess að komið hefur þomað í akri meðan á skurði
stóð. Áburðarliðimir vom í heilum röðum og tilraunin var skorin röð fyrir röð.