Fjölrit RALA - 15.09.2001, Blaðsíða 69
61
Skaðvaldar 2000
Svepprót og ranabjöllur (132-9311)
Tilraun þessi er unnin í samvinnu við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá.
Markmiðið er að kanna hvort smitun með svepprót getur bætt mótstöðu lerkiplantna gegn
ágangi ranabjöllu. Lerki var plantað í lyngmóa á Haukadalsheiði, þar sem ranabjöllulirfur
valda miklum afföllum á lerkiplöntum. Plantað var lerkiplöntum, sem smitaðar vom á
mismunandi hátt með svepprótarsveppum og plöntum sem vom án svepprótar. Mældur er
vöxtur og metin affoll af plöntunum og þær síðan teknar upp og rótarskaði metinn og lirfur
taldar og vigtaðar.
Plantað var í tilraunina vorið 1999 og aftur vorið 2000. Ekki fékkst fram marktækur munur á
milli liða í neinum af þeim þáttum sem mældir vom.
Ryðsveppir (132-9431)
Ætlunin er að kanna hvort einstakar arfgerðir af alaskaösp og gljávíði kunna að búa yfir
ónæmi gegn nýtilkomnum sveppasjúkdómum. Valinn var tilraunareitur með asparklónum
sem staðsettur er í landi Böðmóðsstaða í Laugardal í Ámessýslu. Lokið var við plöntun í
reitinn sumarið 1993 og em í honum nær allir klónar sem þekktir em úr ræktun hérlendis. Af
gljávíði var valinn efniviður sem ætla má að nýtist í garðrækt hér á landi, þ.e.a.s. sneitt hjá
klónum sem ólíklegt má telja að þrífist hér og eins hinum sem telja má að henti ekki sem
garðplöntur. Valdir vora tæplega 50 klónar. Græðlingunum var komið í ræktun í gróðrarstöð
Barra í Fossvogsdal og vom þeir hafðir í gróðurhúsi í allt sumar.
í aspartilrauninni em fjórar plöntur af hveijum klón og endurtekningar em 10. Röðun
klónanna innan blokkar er tilviljunarkennd.
Gljávíðir verður gróðursettur í tilraunareiti vorið 2001. Tilraunareitir verða á tveimur stöðum,
annar inni í landi (á Tumastöðum) en hinn út til strandar (Reykjavík). Landið á Tumastöðum
hefur verið unnið á hefðbundinn hátt fýrir skjólbeltarækt, þ.e.a.s. jarðunnið, sett í það áburður
og síðan plastlagt. Hvorri tilraun verður skipt í 5 blokkir með 10 plöntur af hveijum klón í
blokk. Röðun klóna innan blokka verður tilviljunarkennd með 0,5 m bili milli plantna. Öspin
á Böðmóðsstöðum var smituð tvívegis sumarið 2000. í fyrra skiptið (júni) var safnað
smitefni, þ.e.a.s. lerkinálum sem vom sýktar af asparryði, og því dreift á plöntumar í
tilraunareimum. Seirmi smitunin var gerð með ryðgróum (sýktu asparlaufi) um miðjan ágúst.
Fyrsta smitun á gljávíðinum verður sumarið 2001. Þá verður safnað smitefhi, þ.e.a.s.
gljávíðilaufi sem er sýkt af gljávíðiryði, og því dreift á allar plöntur í tilraunareitunum.
Smitun verður endurtekin á sama hátt ári siðar, því hugsanlegt er að plöntumar bregðist
öðmvísi við fyrstu smitun en seinni smitunum.
Umfang asparryðs í tilrauninni á Böðmóðsstöðum var metið tvisvar sumarið 2000. í byijun
ágúst var árangur af júnísmituninni metinn. Reyndist sú smitun hafa tekist illa. Skýringin er
líklega að of lítið af gróum hafi verið á barrinu. Agústsmitunin tókst vel og tilraunin var
metin mánuði síðar. Meginniðurstaðan er sú að marktækur munur reyndist á klónum hvað
varðar þol gegn ryðsveppnum.