Fjölrit RALA - 15.09.2001, Blaðsíða 49
41
Korn 2000
Kynbætur á korni og kornræktartilraunir (132-9251)
Veturinn 1999-2000 var í meðallagi í flestu tilliti, snjór þó ívið meiri en í meðalári
sunnanlands. Jörð var klakalítil og jarðvinnsla hófst í apríl. Sums staðar sunnanlands og
vestan tókst að sá í apríl. Um mánaðamót tók svo við rigningatíð og eftir það varð ekki fært
um flög í þeim landshlutum fyrr en um miðjan maí. Norðanlands var stöðugur þurrkur og
menn luku við að sá komi sínu í maíbyijun.
Sumarið var í góðu meðallagi sunnanlands, en með því besta sem gerist norðanlands, bæði
hlýtt og sólríkt. Komuppskera var í samræmi við þetta; vel í meðallagi syðra, en meiri en
dæmi em til norðanlands og austan. Kom fyrir norðan var nánast allt íullþroska í byijun
september.
í vor seldust um 360 tonn af innfluttu sáðkomi. Ekki er ljóst hve mikið var notað til viðbótar
af heimaræktuðu sáðkomi en líkur benda til þess að það hafi verið allt að 50 tonn. í hvem
hektara sáðlands þarf 200 kg af sáðkomi og því má ætla að byggi hafí verið sáð í að minsta
kosti 2000 hektara í vor. Með því er talið það bygg, sem ætlað er til grænfóðurs. Gert er ráð
fyrir að einir 1500 hektara hafi verið skomir til koms nú í haust.
Fjöldi tilraunareita sumarið 2000
Handskomir Vélskomir Alls
Úti um land, yrkjasamanburður 24 168 192
Úti um land, annað 48 48
Korpu, kynbætur 66 108 174
Korpu, yrkjasamanburður 388 388
Korpu, annað 286 286
Samtals 90 998 1088
í töflunni em ekki taldar tilraunir með mismunandi sáðdýpt koms og niðurfellingu áburðar.
Þær féllu undir rannsóknarverkeftiið Komræktartækni (150-9391) og vom á vegum
bútæknisviðs RALA. Þær tilraunir voru gerðar á fimm stöðum í þremur landsfjórðungum og
töldu alls 360 reiti.
Tilraun nr. 125-00. Samanburður á byggafbrigðum.
Undir þetta tilraunanúmer falla tilraunir á nýjum stöðiun auk eiginlegs samanburðar
byggyrkja. í sumar vom gerðar 12 tilraunir af þessu tagi. Tilraunir á nýjum stöðum vom 3 og
vom aðeins 8 reitir í hverri þeirra. Tilraunir gerðar til að bera saman byggyrki vom 9 talsins
og í þeim vom 18-90 reitir. Tilraunimar vom gerðar á eftirtöldum stöðum, litlu tilraunimar
em merktar með stjömu.