Fjölrit RALA - 15.06.2002, Page 14

Fjölrit RALA - 15.06.2002, Page 14
Áburður 2001 6 Kadmín í jarðvegi á íslandi (132-9414) Haustið 1999 var hafist handa um að kanna styrk kadmíns í íslenskum jarðvegi sjá nánar í Jarðræktarrannsóknum 2000. Á árinu 2001 var unnið áfram að rannsóknum og nokkrum sýnum safnað úr gosbeltinu nyrðra, þ.e. úr Suður-Þingeyjarsýslu, sem bíða endanlegrar úrvinnslu. Til þessa hafa rannsóknimar einkum beinst að landsvæðinu ffá Mýrdal sunnanlands, vestur og norður um land og endað í Eyjafirði. Ennþá vantar að kanna jarðveg austanlands. Þjónustuefnagreiningar (132-1097) Jarðvegsefnagreiningar vegna áburðarleiðbeininga fýrir einstaka bændur og aðra ræktendur hafa lengið verið umfangsmikið viðfangsefni. Þeim hefur verið skipt í tvo flokka eftir eðli viðfangsins: Túnefnagreiningar (132-1096) sem snúa að hinum hefðbundna búskap og ylefnagreiningar (132-1097), sem eru jarðvegsefnagreiningar í þágu ylræktarbænda. Þessi þjónusta hefur jafnan verið seld við kostnaðarverði. Túnefnagreiningar hafa nú að mestu flust að Hvanneyri, en yleíhagreiningamar halda áfram með sama sniði og áður. Þar hefur þó verið um töluverðan samdrátt að ræða vegna breyttra ræktunarhátta í flestum garðyrkju-stöðvanna. Hins vegar hefur orðið töluverð aukning á fyrirspumum og leiðbeiningum til hins almenna garð- eða sumarhússeiganda.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.