Fjölrit RALA - 15.06.2002, Qupperneq 24
Kalrannsóknir 2001
16
Árangur ísáningar (161-9286)
Sumarið 2001 var metinn árangur í tveimur ísáningartilraunum sem sáð var til árið 1999.
Hléskógar í Grýtubakkahreppi 15. júní: Mjög lélegur árangur. Vallarfoxgras illa farið af
mítlaskemmdum, en lítið sást á rauðsmáranum. Smári ræfilslegur og gæti skort smit.
Hvammur í Arnarneshreppi 28. júní: Vallarfoxgras hefur náð sér vel en smárinn er lélegur.
Árið 1999 var sáð á 4 mismunandi tímum í þessar tilraunir og reyndist enginn munur á árangri
sáningar eftir sáðtíma. Á öðru ári, 15. maí 2000, var einn af þremur reitum hvers sáðtíma
úðaður með Permasect (200 ml/ha). Sáðgresi var metið á reitunum og hulunni gefin einkunn
(0-10), fyrst við úðun vorið 2000.
Rauðsmári
15. maí 2000
29-30 júní 2000
15-28. júní 2001
Meðaltal
Vallarfoxgras
15. maí 2000
29-30 júní 2000
15-28. júní 2001
Meðaltal
Hvammur
Ekki úðað Úðað
4,9 2,3
4,2 4,8
2,3 5,3
3,8 4,1
6,8 5,5
5,8 8,3
6,1 8,3
6,2 7,4
Hléskógar
Ekki úðað Úðað
3,3 4,5
2,9 3,8
3,6 3,5
3,3 3,9
0,8 1,8
1,3 1,8
1,6 2,8
1,2 2,1
Svo virðist sem úðunin hafi haft nokkur áhrif á viðgang vallarfoxgrass, einkum í Hvammi.
Frumuræktun og svellþol vallarfoxgrass (161-9359)
Ahrif andoxunarefna á svellþol hafa verið prófuð í ffumurækt. Hugmyndin var að prófa
einnig áhrif andoxunarefea á heilar plöntur á rannsóknastofu og einnig í tilraun úti á túni.
Notuð var askorbínsýra.
Rannsóknastofutilraun
Gerðar voru tvær tilraunir með vallarfoxgras þar sem tekin voru sýni úr svellum vikulega.
Var askorbínsýru bætt í vatnið fýrir svellun og í einu tilviki var henni bætt í við bráðnun
svellsins. Hófst fyrri tilraunin 30. desember en sú síðari 6. apríl, en þá var svellþol plantnanna
orðið mjög lítið. Mælikvarði á lifun er fjöldi daga, sem líður þar til helmingur plantnanna er
dauður (LD50).
Ascorbínsýrustyrkur, mM Fyrri tilraun, LDS0 Seinni tilraun, LD
0 30,9 7,8
0,5 - 8,5
2,0 25,6 0
5,0 - 0
10,0 3,7 -
1,0 við bráðnun - 10,8