Fjölrit RALA - 15.06.2002, Page 25

Fjölrit RALA - 15.06.2002, Page 25
17 Kalrannsóknir/Jarðvegslíf 2001 Túnatilraun Reynt var að búa til svell úti á túni með því að sprauta vatni á reiti innan tréramma. Sumir reitanna fengu andoxunarefnið askorbínsýru, en aðrir ekki. Hugmyndin var að einangra svellið með einangrunarplasti gegn þiðnun. Svellun hófst 14. desember en 14. janúar hurfli svellin að mestu vegna hlýinda og tókst því ætlunarverkið ekki. Svellþolsprófun háliðagrass. Veturinn 2000-2001 var gert svellþolspróf á Möðruvöllum á tveimur íslenskum söfnum af háliðagrasi, (sjá kynbætur á háliðagrasi bls. 29), tveimur erlendum yrkjum og tveimur yrkjum af vallarfoxgrasi til samanburðar. Taflan hér fyrir neðan sýnir fjölda daga sem það tók að drepa helming plantnanna. Vallarfoxgrasið lifði lengur en háliðagrasið og einn stofn af háliðagrasi, Lipex, lifði mun skemur en hinir. LD50 Fjöldi plantna dagar í hverri mælingu Vallarfoxgras Adda 46 12 Nor 1 43 16 Háliðagras Is 2 36 4 Is 1 35 8 Seida 35 8 Lipex 22 8 Jarðvegsdýr í túnum og úthaga (185-9913) Sumarið 1997 voru 100 einstaklingar af stórána (Lumbricus terrestris) fluttir í tún á Efstumýri og í úthaga í Beitarhúsaparti á Möðruvöllum. Var svæði þeirra afmarkað með stálramma. Þann 23. maí 2001 voru stálrammamir teknir og ánamaðkanna leitað. Við uppgröft fannst enginn ánamaðkur á hvorugum staðnum. í Efstumýri var komið niður á leirlag í 40 cm dýpt og þar sáust ánamaðkagöng, sem maðkamir gætu hafa myndað er þeir flúðu mýrina, en engir maðkar komu upp þótt hellt væri formalínblöndu í göngin. Flutningurinn hefur því algjörlega mistekist.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.