Fjölrit RALA - 15.06.2002, Side 36

Fjölrit RALA - 15.06.2002, Side 36
Ræktun lúpínu 2001 28 Tilraun nr. 788-01. Sláttutími á lúpínu, Geitasandi. Gróðursett var í 9 reiti, 3><8 m hver. Aætlun hefur verið breytt og er landinu skipt í 28 reiti. Þegar hefja átti slátt samkvæmt þessari nýju áætlun 13.8. kom í ljós að vöxtur lúpínu hafði stöðvast, að líkindum vegna þurrks, sjá tilraun nr. 784-98. Þá var horfið ffá þeirri áætlun, sem hafði verið gerð, aðeins 6 reitir slegnir og seinni sláttutímum sleppt þetta ár. Slegið var í um 10 sm hæð, að mestu ofan lággróðurs og sinu. Sumar plöntumar vom svo smáar að lítið sem ekkert slóst af þeim. Uppskera mældist 12,5±2,4 hkg þe./ha. Af 33 plöntum, sem áttu að vera í hverjum uppskerureit, vantaði 4-9 plöntur, að meðaltali vantaði 5,3 plöntur. Tilraun nr. 785-99. Áburður á lúpínu, Geitasandi. Gróðursett var í 32 reiti vorið 1999 á snauðu landi þar sem lúpína hefur ekki náð að breiðast út þótt hún vaxi í grennd. Reitir em 2x5 m og 33x50 sm milli plantna, þ.e. 60 plöntur í reit. Gróðursett var í eyður sumarið 2000 og hefur það tekist vel. Borið er á tvo tilraunaliði árlega frá upphafi tilraunarinnar: a. P 20 kg/ha b. P 20 kg/ha, N 33 kg/ha Borið var á 11.5. Töluverður sjónarmunur er á reitum eftir áburðarmeðferð. Ráðgert er að hefja uppskerumælingu 2003 og bera þá á fleiri tilraunaliði.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.