Fjölrit RALA - 15.11.2004, Síða 5

Fjölrit RALA - 15.11.2004, Síða 5
Formáli Skýrsla um jarðræktarrannsóknir á Rannsóknastofnun landbúnaðarins 2003 er nokkuð seint á ferðinni í ár. Vegna annarra verkefna náðist ekki að ljúka skýrslunni tímanlega fyrir vor- og sumarannir og tafðist því frágangur alveg til hausts. í skýrslunni er getið og oftast birtar niðurstöður ársins fyrir öll rannsóknar- verkefni í jarðrækt, sem starfsmenn RALA vinna við. Verkefnisstjóri er oftast starfsmaður RALA, en einnig er getið nokkurra samstarfsverkefna hjá Landgræðslu ríkisins og Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Auk þess eru nú í skýrslunni niðurstöður jarðræktarverkefna, sem unnin hafa verið við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Mikil samvinna er með stofnununum og þykir skynsamlegt að hafa niðurstöður skyldra rannsókna á einum stað. í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður þriggja ára, 2001-2003, en reiknað er með árlegum niðurstöðum framvegis. Ábyrgðarmenn verkefna hafa unnið efnið að mestu hver fyrir sig. Þórdís Anna Kristjánsdóttir hefúr unnið mest að ritstýringu og gert úr efninu eina skýrslu. Hólmgeir Bjömsson

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.