Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 5
Formáli
Tækni við heyskap hefur tekið stakkaskiptum á undanfömum árum. Með komu fyrstu
rúllubindivélanna til landsins fyrir liðugum áratug tóku heykaparhœttir að breytast og þá
um leið verkun heysins. Fullþurrkun þess varð ekki lengur ráðandi aðferð. Súrsun á lítið
eittforþurrkuðu heyi varð œ vinsælli. Mun nú svo komið að þessi heyverkunaraðferð er
sú algengasta sem bændur beita.
Tilraunir með verkun heys í rúlluböggum hófust á Hvanneyri um leið og fyrstu
rúllubindivélamar komu til prófunar hjá Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins. Framleiðsluárin 1988-1990 var gerð samanburðartilraun meðfóðrun sauðfjár(áa)
á súgþurrkaðri töðu og heyi verkuðu í rúlluböggum. Var hún gerð í fullum mœlikvarða.
Sigríður Jónsdóttir frá Gýgjarhólskoti gerði tilraunagögnin upp og skrifaði lokaritgerð
sína við Búvísiruiadeild um verkið.
Svipuðum tilraunum var haldið áfram árabilið 1990-1994. Tilgangurinn með þeim
var að rannsaka áhrif nokkurra tækniþátta á verkun heyins og notagildi til fóðrunar áa.
Meðal annars voru reynd áhrif mismunandi þurrkstigs heysins, skurðar þess ofl.
Mikilvægt er að hafa trausta stjórn á framleiðslukostnaði heysins sem er einn stærsti
útgjaldaliður sauðýjárbúanna. Skipulag ogframkvæmd tilraunama átti því að miðast við
það að niðurstöður þeirra mætti nota til þess að leggja hagrænt mat á árangur þeirra, er
orðið gœti bændum til ráðgjafar hvað varðar heyþátt búrekstursins. Tilraunirnar voru
gerðar við skólabúið á Hvameyri með ágœtri samvinnu við Bútœknideild Rannsókna-
stofhunar landbúnaðarins. Beinan kosmað við tilraunimar hefur Bændaskólim greitt.
í þessu riti er greintfrá helstu niðurstöðum tilraunanna sem lokið er. Svo ekki
gleymisi skal þess getið að tölur um orkugildi heys byggjast íþessu riti á því matskerfi
sem í gildi varfram til ársloka 1995. Gert er ráðfyrir að tilraunum verði haldið áfram á
svipaðri braut eftir því sem þörf krefur og efni og aðstæður leyfa. Einskis má láta
ófreistað til þess að gera heyfóðrið - þessa undirstöðu jórturdýraeldis á Islandi - ódýrara,
betra og hollara.
Hvanneyri, um veturnœtur 1996
Bjarni Guðmundsson
1