Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 23
4. UMRÆÐUR
f tilraunum þeim, sem hér hefur verið greint frá, var gerður samanburður á verkun og
fóðrunarvirði rúiluheys sem hirí var á tveimur mismunandi þurrkstigum. Annars vegar var
hey hirt með 35-45% þurrefni (a-liður) en hins vegar hey hirt með 50-65% þurrefni (b-
liður). Ferli heysins var fylgt frá slætti og þar til vetrarfóðrun lauk. Tilraunimar voru
gerðar tvö ár í röð og seinna árið með tvenns konar hey; fyrri slægju og há. Ær voru aldar
á heyinu til þess að meta fóðrunarvirði þess og framleiðslugetu. Atls komu um 100
rúllubaggar og 157 ær við sögu í hvorum lið.
Afar margir þættir koma til álita þegar meta skal heildarhagkvæmní aðferðanna sem
reyndar voru. Ýmsir þeirra ráðast af stað- og tímabundnum aðstæðum, t.d. veðri, og
koma þvf ekki til fullra áhrifa í takmörkuðum fjölda tilrauna. Hér verða rædd nokkur
aðalatriði niðurstaðnanna.
Sé litið á heildarferil heysins frá slætti til gjafa reyndist mesta rýrnunin á mældu
orkugildi þess verða fyrstu stundimar sem heyið lá til þurrks á vellí. f hlutföllum varð
meðalbreyting á mældu orkugildi heysins þessi:
a-liður b-liður
við slátt 100 100
við bindingu 94 92
við gjafir 93 94
Geymsla heysins í böggunum tókst afar vel. Hins vegar þarf að leita leiða til þess að bæta
verkun heysisns á vellinum þótt vera kunni að nokkuð af rýrnun orkugildis, sem þama
mældist, sé óumflýjanleg vegna lífshræringa plöntuframanna allra fyrstu stundimar eftir
sláttinn. Vönduð vinnubrögð við þurrkun heysins ættu þó að geta bætt úr.
Forþurrkun heys, sem verka á í rúlluböggum, virðist hafa hagstæð áhrif á verkun
þess og geymslu svo og notagildi til fóðrunar sauðfjár (Beaulieu et al. 1993; Bjami
Guðmundsson 1991 og 1993). f heild styðja niðurstöður tilraunanna þessa reynslu. Virtist
mikil forþurrkun heysins skila sér í bættri verkun þess, lystugra fóðri og líklega öllu meiri
afurðum ánna.
Við forþurrkun heysins verða baggamir léttari og meðfærilegri. Því reynir minna á
flutningatækin sem notuð eru. Þéttleiki heysins í rúlluböggunum reyndist vaxa með
þurrkstigi heysins upp að 55% þuirefni. Miðað við lauskjamabindivél var meðalþéttleiki
heysins í a-Iið um 165 kg þe./m^ en 185 kg þe./m3 í b-lið, en það svarar til 580 og 450
kg baggaþyngdar. Spamaður í plast- og garnkostnaði ætti að svara til þessa mismunar.
Við meðaluppskeru (4400 kg þe./ha) og núgildandi verðlag (1996) gæti
umbúðaspamaðurinn numið 700-800 kriha (umbúðir um 2 bagga).
Á móti þessum spamaði kemur kostnaður vegna lengri forþurrkunar. Er það bæði
um beinan og óbeinan kostnað að ræða. Sá beini felst í kostnaði við einn aukasnúning
heysins og hugsanlega einnig eina umferð við næturmúgun, sjá kafla 3.1. Eldsneyti og
vinnulaun eru þar helstu útgjaldaliðir. Umbúðaspamaðurinn dugar ríflega fyrir þeim.
Óbeini kostnaðurinn felst einkum í þeim áhrifum sem viðbótartíroi til forþurrkunar hefur á
17