Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Side 24
gæði heysins og framleiðslukostnað. Kemur þar tvennt til:
• Hver spilda kann að kalla á meira af tiltækum heyskaparlíma því lengri tíma sem það
tekur að ná æskilegu þurrkstigi heysins. Þetta getur dregið úr heildarafköstum við
heyöílun á búinu og aukið kostnað vegna kjörtímaáhrifa á val sláttutíma (Witney 1988).
• Tekin er meiri áhætta vegna veðurs - lengri forþurrkunartíma fylgir hætta á rýrnun
heygæða vegna regns og óhagstæðs heyskaparveðurs.
Þetta hvort tveggja kann að auka beinan en fremur þó óbeinan framleiðslukostnað
heysins. Niðurstöður tilraunanna benda til þess að rýmun heygæða vegna lengri
forþurrkunartíma sé lítil í sæmilegri heyskapartíð, sjá kafla 3.1. Á nokkurn mismun er
einnig að ganga í þurrefnisáti ánna því af þurrlega heyinu (b-lið) átu þær um það bil 12%
meira en af því þvala (a-lið).
Heyið reyndist allt étast vel og sumt mjög vel, ekki síst háin, sem verkaðist
prýðilega. Bendingar komu fram um að æmar gerðu í áti þeim mun meiri mun á þvala
rúlluheyinu (a) og því þurrlega (b) sera þær vom eldri og tækju þá þurrlega heyið fram
yfir það þvala. Vel mætti gefa þessum mun gaum með frekari rannsóknum.
Fijósemi ánna, sem fengu þurrlega heyið, reyndist að meðaltali meiri en hinna sem
fengu það sem minna var forþurrkað (7. tafla). Munurinn var þó eindregnari hvað snerti
fæðingarþunga lambanna, sem jafnan var meiri hjá þeim ám er aldar voru á þurrara
rúlluheyinu. Sé þungi burðar ánna (fæðingarþungi lamba x frjósemi) notaður sem
mælikvarði á afurðasemi þeirra, kemur í ljós að hún var að meðaltali 7% meiri í b- en a-lið
tilraunanna. Allsterk línuleg fylgni reyndist vera á milli afurðasemi ánna, metinnar með
þunga burðar, (y) og þurrefnisáts þeirra á tilraunaheyinu (x); r = 0,82, p < 0,05. Það
skiptir því iniklu máli að heyið sé verkað þannig að það étist vel.
Á milli tilraunaliða reyndist munur á þunga burðar og fjölda fæddra lamba hverra
100 áa vera heldur minni en mismunur á heyáti ánna. Má þvf álykta sem svo að þvala
rúlluheyið (a-liður) hafi nýst ánum vitund betur til „afurðamyndunar“ - miðað við gefið
þurrefnismagn - heldur en heyið sem meira var forþurrkað. Þar sem tún eru takmörkuð
og heyframleiðsla dýr gæti mikil forþurrkun heysins því orkað tvfmælis. Niðurstaða
tiiraunanna bendir hins vegar til þess að þar sem tún eru næg sé ábati af því að forþurrka
hey, sem verka á í rúllum handa ám, tiltölulega mikið; allt að 50-65%, enda leyfi veður
það að þurrkun heysins á velli gangi hratt og taki helst ekki lengri tíma en tvo samfellda
þurrkdaga.
5. ÞAKKIR
Fjölmargir komu að vinnu við þá rannsókn sem hér hefur verið greint frá. Nefna ber fyrst
starfsmenn Hvanneyrarbúsins og Bútæknideildar Rala, sem önnuðust heyöflun.
Bútæknideild lagði fram hluta þess vélakosts sem nota þurfti. Þá lögðu starfsmenn
deildarinnar lið við mælingar og frumvinnu uppgjörs. Allar efnagreiningar voru gerðar á
rannsóknastofu Bændaskólans. Sérstök ástæða er til að nefna fjárhirðana á Hvanneyri
bæði tilraunaárin, þá Jón E. Einarsson frá Mófellsstaðakoti og Vagn H. Sigtiyggsson frá
18