Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 50

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 50
Þó það liggi utan sviðs þessarar rannsóknar er rétt að nefna að við prófun ORKEL- sláttubindivélarinnar hjá Bútæknideildar Raía á Hvanneyri þótti hún fremur þung og stirð í notkun og gera kröfu um þunna og jafna garða til mötunar. Einnig er ORKEL-vélin nokkru þyngri en hefðbundnar rúllubindivélar eru. Aflþörf hennar er einnig meiri en þeirra (Grétar Einarsson 1994). f tilraununum, sem hér var sagt frá, var ekki gerðar beinn samanburður á afkösturn bindivélanna. Með hliðsjón af niðurstððum búvélaprófana svo og einfaldra tímamælinga sem gerðar voru í þessum tilraunum virðist mega áætla að bróttóafköst ORKEL- vélarinnar séu 2,0-2,5 tonn þe./klst. Afköst samanburðarvélanna KRONE og MF voru hins vegar 3,0-4,0 tonn þe./klst. Er þá gert ráð fyrir bindingu á forþurrkuðu heyi úr vel gerðum görðum. Það að einnig má slá með ORKEL-vélinni skapar henni hins vegar sérstöðu meðal bindivéla sem einhveijum kann að koma vel. 4. UMRÆÐUR Tilraunir þessar voru í raun samanburður á áhrifum tveggja mismunandi gerða rúllubindivéla á verkun heysins og notagildi við fóðrun sauðfjár. Fylgst var með ferli heysins frá slætti til gjafa. Verkun heysins tókst í aðalatriðum prýðilega og var svipuð hvort heldur heyið var tætt við bindinguna (í ORKEL GP 1202-sláttubindivél) eða verkað heilt í hefðbundnum rúlluböggum (úr KRONE 125, MF 822 eða WELGER RP 200). Kosið var að binda heyið eftir allmikla forþurrkun þar sem fyrri athuganir hafa sýnt að það hentar sauðfé vel. Má segja að við þær aðstæður geti grunnhugmynd ORKEL- vélarinnar ekki notið sín að fullu þar sem vélin er allt eins ætluð til þess að slá grasið beint í rúllubagga. Niðurstöður tilraunanna benda ekki til þess að mikið sé að vinna við að tæta heyið fyrir verkun þess og geymslu í rúlluböggum. Er það samhljóða niðurstöðum sænskra rannsókna á áhrifum ORKEL-bindivélarinnar en í þeim kom ekki fram merkjanlegur mismunur á verkun heys með 30 og 45% þurrefni hvort heldur það var heilt eða tætt. Rúmþyngd heysins í böggunum varð þar hin sama svo og sýrustig þess og ammoníaktala (Lingvall og Lingvall 1992). Rannsókn Randbys (1996) á lítt forþurrkuðu heyi (29% meðalþurrefni) sýndi hins vegar að baggar úr ORKEL-bindivél urðu til muna þéttari í sér en baggar úr heilu heyi. Minna bar á myglu í ORKEL-böggunum en aftur á móti var árangur gerjunar áþekkur í ORKEL-böggum og í böggum úr heilu heyi (úr WELGER RP 12 bindivél). í S Hvanneyrartilraununum var mygla í tætta heyinu aftur á móti heldur meira áberandi en í því heila. Mælingar á sýrustigi í tilraununum tveimur á Hvanneyri bentu til þess að heldur hafi tætingin aukið geijunina í heyinu. Þéttleiki heila heysins í böggunum, sem var liðlega 20% meiri en hins tætta, á þó að hafa gefið heila heyinu nokkurt forskot. Meðferð heysins virðist engin umtalsverð áhrif hafa haft á heyát ánna. Æmar átu 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.