Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 8

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 8
6 ÍSI.ENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Vestlæg og suðlæg vindátt ríkjandi (60%). Þurrviðrisdagar 10 færri en í meðalári. Eimhungurssumman var 30 mm Hg-klst. í júlí. NIÐURSTÖÐUR Tilraunirnar 1960—1962. Upplýsingar um upphitun lofts og orku- þörf, ásamt afköstum súgþurrkunar, eru sýndar í töflu 2. Við áætlun á þurrkunar- kostnaði er aðeins tekið tillit til olíu og rafmagns, en ekki til ýmissa fastra liða, sem rekstrinum fylgja. Gengið er út frá raf- magnsverðinu 0,54 kr./kwst. og olíuverðinu 3,96 kr./l (Verðlag ársins 1971). Upphitunin nam 7,8° C að meðaltali. í þeirri hlöðu, sem í var blásið köldu lofti, mældist upphitunin 0,6° C að jafnaði. Staf- ar upphitun þessi frá aflgjafa blásarans og innri núningi lofts í blásara. Rakastig heysins við hirðingu var frá 40% og upp í 60%. Yfirleitt var heyið því hirt fremur blautt í hlöðurnar, einkum þó árið 1961, en þá voru í einu lagi hirt 22500 kg af heyi með um 60% rakastigi í hvora hlöðu. Við athugun á töflu 2 sést, að afköst yl- þurrkunarinnar hafa orðið rúmlega tvisvar sinnum meiri en afköst kaldþurrkunarinn- ar. Hins vegar er beinn rekstrarkostnaður þrisvar sinnum nreiri, ef blásið er með ylj- uðu lofti, samanborið við það að blása með köldu lofti. Þannig hefur kostnaðaraukn- ingin orðið hlutfallslega meiri en sú af- kastaaukning súgþurrkunarinnar, sem upp- hitun þurrkloftsins hafði í för með sér. Kynditækið, sem notað var í þessum til- raunum, nýtti olíuna afar vel (tj = 0,9). Yfirleitt má reikna með, að olíunýting kynditækja sé lægri (tj = 0,7—0,8), þannig að líklegt er, að kostnaðarhlutfallið á milli yl- og kaldþurrkunar hafi í tilraununum mælzt hagstæðara fyrir ylþurrkunina en al- mennt mætti búast við. Mælingar á þurrefnistapi við þurrkun lieysins og geymslu voru gerðar öll árin. Tafla 3 sýnir niðurstöður mælinganna: Við stærðfræðilegt mat á þessum niður- stöðum kom í Ijós, að munur á þurrefnis- tapi á milli þessara tveggja súgþurrkunar- aðferða var marktækur árið 1960 (0,05 > P >0,01), en hins vegar ekki marktækur árin 1961 og 1962 (P > 0,05). Niðurstöður allra áranna voru bornar saman, og reyndist munur á þurrefnistapi á milli þurrkunar- aðferðanna tæplega marktækur (0,10 >P > 0,05). Þurrefnistapið mældist að meðaltali um 19% meira við ylþurrkunina en við kaldþurrkunina. í töflu 3 eru auk meðaltalna um þurr- efnistap sýnd meðalfrávik þess. Meðalfrá- vikið gefur allgóða mynd af jafnleika hey- verkunarinnar. Breytileiki þurrefnistapsins er að meðaltali nokkru meiri við kaldþurrk- unina en ylþurrkunina. Munar þar mest um árið 1961, þar sem frávikið frá meðal- þurrefnistapi við kaldþurrkunina er 3,38 einingar. Sú ójafna verkun, sem meðalfrá- vikið gefur þarna til kynna, er án efa bein afleiðing þess, hve blautt heyið var hirt í hlöðuna það sumar. Það er athyglisvert, hve tekizt hefur að þurrka heyið með lítilli efnarýrnun með óupphituðu lofti. Við fóðr- un með heyinu frá 1961 kom þó í ljós, að kaldþurrkaða heyið var nokkuð myglað og misjafnt að útliti, eins og síðar mun vikið að. Gerðar voru ákvarðanir á fóðurgildi heysins úr tilraununum, og eru niðurstöður þeirra birtar í töflu 4. Á grundvelli talnanna um meðalþurr- efnistap og fóðurgildisákvarðananna má nú finna nýtanlegt magn fóðurs úr báðum hlöðum að þurrkun og geymslu lokinni. Kemur þetta fram í töflu 5, en þar er mið- að við hver 100 kg af þurrefni, sem hirt eru í hlöðu að sumri. Að meðaltali hefur heimzt 61,0 fóðurein- ing úr kaldþurrkuninni, en 60,8 fóðurein- ingar úr ylþurrkuninni. Árin 1960 og 1962 fengust fleiri fóðureiningar úr kalþurrkun- inni, miðað við hver 100 kg af þurrefni,

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.