Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 29
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL.
1971 3, 2: 27-33
Rannsóknir á rotkali á íslandi
Bjarni E. Guðleifsson
llannsóknastofnun landbunaðarins,
jarðreektardeild
Yfirlit. Rannsóknir þær, sem hér er greint frá, voru framkvæmdar á árunum 1968 og
1969. Rannsóknirnar eru tvíþættar. í fyrsta lagi athuganir á kölnum túnum á Norður-
landi árið 1968, en þá voru tekin sýni af dauðu grasi og þau athuguð undir smásjá á
rannsóknastofu með tilliti til hvílu- og dvalagróa kalsveppa. í öðru lagi er greint frá
niðurstöðum 15 úðunartilrauna með PCNB-Iyfi á Suður- og Norðurlandi. Var úðað
haustið 1968 og kal metið árið 1969.
Bæði árin urðu allmiklar kalskemmdir á athugunarsvæðunum. Árið 1968 kól fyrsta
árs nýræktir yfirleitt minna en eldri tún, andstætt því, sem var 1969, og gat þetta
bent til þess, að um rotkal væri að ræða seinna árið. Rannsóknirnar bentu hins vegar
ekki til þess, að sveppir ættu neinn þátt í kalskcmmdunum þessi árin. Bent er á, að
1969 hafi sennilega verið um þurrakal að ræða, en hins vegar viiðist svellkal hafa verið
ríkjandi 1968. Enda þótt kalsveppir séu ekki meginorsök kalskemmdanna á Islandi, cr
enn ósannað, hvort þeir fyrirfinnist hérlendis, og er þess getið til, að mestar líkur séu
á, að snæmygla (Fusarium nivale) sé staðlæg hér.
INNGANGUR
Kal getur orðið á margan hátt og af ýms-
um völdum. Rotkal er af völdum kalsveppa,
og er það sums staðar erlendis talið mjög
algengt, annars staðar sjaldgæft eða afls
ekkert. Þessum mismun veldur breytilegt
veðurfar, og virðist svo sem sveppir valdi
hvað mestu tjóni, þar sem snjór liggur lengi
á þíðri jörð (Andersen 1960, 1966, 1967,
Ylimáki 1962). Ársvoll (1971) hefur kann-
að útbreiðslu og orsakir kalskemmda víða
um Noreg, og hefur hann sýnt fram á, að
rotkal er fátítt á láglendi og út við strend-
ur, þar sem umhleypingar eru miklar, en
skiptir mestu máli á hærri svæðum inn til
lands, þar sem vetur eru stöðugri. Við
strendur Norður-Noregs er kal af ólífræn-
um völdum mjög ríkjandi.
Kemur þetta vel lieim við þá áætlun
Andersens (1960), að um eða innan við
10% af kalskemmdum í Norður-Noregi séu
af völdum kalsveppa. Ljóst er af atliugun
Ársvolls, að það eru sveppir af ættinni
Typhula, sem mestu tjóni valda í innlands-
héruðum, en liins vegar er Fusariurn nivale
algengastur kalsveppa í strandhéruðum,
enda þótt lieildarhlutdeild sveppa í kali sé
þar fremur lítil. I innlandshéruðum Norð-
ur-Finnlands virðist sem Sclerotinia borealis
sé mestur skaðvaldur (Pohjakallio et al.
1963, Jamalainen 1970).
1 mörgum tilvikum hefur tekizt að draga
úr tjóni af völdum kalsveppa með því að
úða með ákveðnum lyfjum að hausti.
Pohjakallio et al. (1963) lækkuðu rotkal
á túnvingli og vallarfoxgrasi í tilraunum í
Norður-Finnlandi úr 100 niður í 15% við
að úða með PCNB-lyfi. Andersen (1967)
greinir einnig frá fimm tilraunum í Norð-