Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 32
30 ÍSLENZKAR LANDBIJNAÐARRANNSÓKNIR
tvær tilraunir á hvern bæ, ein á fyrsta árs
túni og önnur á elclra túni. Staðsetning til-
raunabæja er sýnd á töflu I.
Tilraunirnar voru með þremur samreit-
um, og voru liðir án úðunar bornir saman
við liði úðaða með 15 kg/ha af Anti-Sopp
(75% PCNR-lyfi) í 100 1 vatns. Við úðun
haustið 1968 var metið, hve stór hluti reita
var þakinn gróðri, og sarns konar mat var
síðan framkvæmt vorið 1969. Kalskemmdir
eru svo reiknaðar sem mismunur í lmlu-
prósentu haust og vor.
NIÐURSTÖÐUR
a. Rannsóknir á kölnum túnum
árið 1968.
Tafla 2 sýnir staðsetningu athugunar-
bæja, sýnafjölda og meðaltölur kalskemmda
í einstökum héruðum og sýslum. Þessar
meðaltölur gefa væntanlega allgóða mynd
af útbreiðslu kalskemmda í Norðlendinga-
fjórðungi árið 1968. Skemmdir voru sums
staðar mjög miklar, og víða kom berlega í
ljós, að eldri tún kól mun meira en fyrsta
árs nýræktir. Skoðun kalskemmda á þessum
túnum leiddi ekki í Ijós nein örugg ein-
kenni rotkals, og smásjárathugun á grassýn-
unum 93 gaf ekki til kynna nein hvílu- eða
dvalagró af kalsveppum.
b. Úðunartilraunir gegn kalsveppum
árin 1968/1969.
Vorið 1969 voru sums staðar allmiklar
nýjar kalskemmdir, en svipmót þeirra var
þó víða nokkuð ólíkt því, sem var árið 1968.
Kom meðal annars í ljós, að þetta árið hafði
kalið meira á Suðurlandi en Norðurlandi,
svo sem sést á eftirfarandi tölum:
Suðurland .....
Norðurland . . . .
Fjöldi
tilrauna
12
3
Kalskemmdir,
%
31,6
5,8
Enn fremur voru fyrsta árs nýræktir rneira
kalnar en eldri tún, og sést þetta af töflu 3.
Þar sést einnig, að úðunin hefur alls ekki
TAFLA 3 - TABLE 3
Niðurstöður úðunartilrauna með PCNB gegn kalsveppum á íslandi
árið 1968/1969
Results from spraying experiments with the fungicid PCNB againt
low-temperature parasitic fungi in Iceland in 1968/1969
Fjöldi tilrauna Number of experiments Kalskemmdir, % Winter damages, %
Fyrsta árs nýræktir First year hayfields 7
Úðað Sprayed 41,3
Ekki úðað Not sprayed 41,0
Eldri tún Older hayfields 8
Úðað Sprayed 14,4
Ekki úðað Not sprayed 14,2