Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 38
36 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
N - 1
þar sem n^ er fjöldi afkvæma undan hverj-
um hrút og N er fjöldi hrúta. Þegar k-gildi
rnargra ára voru fundin, var tekið vegið
meðaltal af k-gildum einstakra ára, þar sem
vogtalan var frítölufjöldi milli hrúta innan
árs. Meðalskekkja á arfgengi var reiknuð
samkvæmt formúlu Robertson (1959).
Síðari aðferðin var þannig framkvæmd,
að allar ær, sem fæddar voru 1965 og síðar,
voru flokkaðar eftir eigin gæruflokkunt inn-
an ára og síðan reiknað línulegt samband
mifli gæruflokks lambs og ær innan árgangs
áa, afurðaárs, gæruflokks hrúts og bús.
Hallastuðull úr þessum útreikningum,
margfaldaður með tveimur, gefur mat á arf-
gengi. Skekkja á arfgenginu, reiknuð með
þessari aðferð, var fundin sem tvöföld
skekkja hallastuðulsins.
NIÐURSTÖÐUR
í töflu 1 eru sýndar tölur yfir arfgengi á
gæruflokk fyrir hvort kyn um sig og bæði
kyn saman eftir búum og fyrir öll bú sam-
an, reiknað út frá fervikagreiningu.
Eins og taflan sýnir, er arfgengið fyrir
gæruflokk hið sama fyrir hrúta og gimbrar,
0.50 ± 0.05 og 0.49 ± 0.03, þegar það er
reiknað óháð kynjum.
I töflu 2 er sýnt arfgengi á gæruflokk,
reiknað sem línulegt samband milli af-
kvæmis og móður. Þar reyndist arfgengið
0.54 ± 0.05, sem er mjög nálægt því, sem
fannst við fervikagreininguna milli og inn-
an hrúta.
ÁLYKTANIR
Arfgengi það á gæruflokk, sem hér hefur
fundizt, er hátt miðað við arfgengi á al-
gengustu mældum (kvantitativum) eigin-
leikum sauðfjár. Þegar þess er gætt, að
gæruflokkunin er framkvæmd með sjónmati
einu saman, en engin bein mæling notuð,
er fjóst, að erfðir hljóta að ráða langmestu
TAFLA 1 - TABLE 1
Arfgengi á gæruflokk lamba
Heritability of pelt class of lambs
Bú Farm Hrútar ltam lambs Gimbrar Ewe lambs Bæði kyn Both sexes
Fiöltli No. Arfgengi h2 ± s.e. Fjöldi No. Arfgengi h’- ± s.e. Fjöldi No. Arfgengi h2 ± s.e.
Hvanneyri 1240 0.45 ± 0.11 1337 0.51 ± 0.11 2577 0.47 ± 0.07
Reykhólar 1252 0.38 ± 0.10 1330 0.35 ± 0.09 2582 0.37 ± 0.07
Skriðuklaustur . . . 2556 0.63 ± 0.09 2559 0.57 ± 0.08 5130 0.59 ± 0.06
Hólar 1530 0.50 ± 0.10 1638 0.54 ± 0.10 3200 0.51 ± 0.07
Öll bú All farms . 6578 0.50 ± 0.05 6864 0.50 ± 0.05 13489 0.49 ± 0.03