Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 56
54 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
reiknað út í hundraðshlutum, hve mikið
var af hvoru, eins og sjá má á rnyncl 2.
Plöntusjúkdómar voru ekki áberandi á
grösum í tilraununum. Þó sást ryðsveppur
(Uredinales) á vallarfoxgrasinu árin 1966
og 1967. Sjúkdómurinn var sérstaklega áber-
andi síðara árið. Hugsanlega hafa sveppirn-
ir veiklað vallarfoxgrasið, svo að það hefur
þolað næsta vetur verr.
KAL
f tilraununum, sem gerðar voru í Norður-
Noregi með kalþol grasa, reyndist Engmo
þolnasti stofninn af vallarfoxgrasi. Einnig
kom í ljós, að Engmo vallarfoxgras, sem kom
upp af fræi frá Tromsö í Norður-Noregi, var
töluvert kalþolnara en Engmo, er kom upp
af fræi, ræktuðu i Austur-Noregi, en þar
liöfðu fræplönturnar verið í tvo ættliði
(Andersen 1971).
Engmo vallarfoxgras liefur gefið góða
uppskeru í umræddum tilraunum þrátt fyr-
ir kuldatíð. Rétt er þó að benda á, að skepn-
ur komust ekki inn á tilraunalanclið, en
vallarfoxgras þolir haust- og vorbeit grasa
verst (Jetne 1964). Engmo fræið, sem notað
var á Hvanneyri, var ræktað í Danmörku.
En stofnfræið, sem fræplönturnar í Dan-
mörku uxu upp af, var frá Norður-Noregi.
Rubin túnvingull er kynbættur i Danmörku
og fræið ræktað þar.
Árin 1968 og 1969 voru kalár í Borgar-
firði. Tafla 3 sýnir hita og úrkomu á Hvann-
eyri vor- og sumarmánuðina, á meðan til-
raunir stóðu yfir. Á íslandi voru tilrauna-
árin öll köld, miðað við meðaltal áranna
1931—1960 (Adda Bára Sigfúsdóttir 1970).
Á töflu 3 sést, að vorið 1968 var sérlega kalt
og úrkoman lítil. Nokkrir vísindamenn
(Ellenberg 1971, Gloyne 1969) telja vor-
þurrka auka líkur fyrir kali. Árið 1968 grisj-
aðist gróðurinn í tilraun nr. 167—65, þannig
að gizkað var á, að 10% af vallarfoxgrasinu
hefði dáið. Á rnyncl 3 sést, að uppskeran hef-
ur orðið lægri á flestum liðum árið 1968 en
árið áður.
Á súluritinu sést lika greinilega, að þeir
liðir, sem slegnir voru seint árið 1967, urðu
liarðar úti veturinn eftir. Áður liefur komið
fram í tilraunum á Hvanneyri, að seinn
sláttur eykur kalhættu (Magnús Óskarsson
1969). Ástæða er til þess að ætla, að gróður
á þeim reitum, sem slegnir voru snemma
árið 1967 hafi líka grisjazt, entla var upp-
skera úr fyrri slætti 1968 mjög léleg. Háar-
sprettan á þessum reitum varð þeim mun
meiri, eins og súluritið á mynd 3 leiðir í
Ijós. Það, hve fyrri sláttur var snemma, hef-
ur líklega aukið endurvöxt grasanna og þau
því strax farið að þekja kalskellurnar. Þess-
ar niðurstöður styrkja þá gömlu skoðun, að
kalin tún eigi að slá snemma. Um það segir
Ólafur Jónsson (1937): „Gróðurinn, sem eft-
ir lifir, notar Jiá venjulega hið aukna vaxtar-
rými til hins ýtrasta, ef ekki skortir áburð,
og skýtur nýjum sprotum inn í auðu bilin.“
Og síðar segir Ólafur: „Útgræðsluna má
örva með því að slá snemma, eða um það
leyti, sem fyrstu stráin eru að mynda ax. Oft
er lítið að slá, en um það má ekki fást.“ Til-
raunin styrkir einnig þá hugmynd Ólafs, að
eftir kal sé bezt að slá, Jregar grösin eru að
skríða, Jiví að 16. júlí 1968 voru grösin ein-
mitt að skríða, en reitirnir, sem þá voru
slegnir, gáfu góða uppskeru árið eftir.
Á töflu 6 yfir tilraun nr. 199—66 sést, að
uppskeran árið 1969 eftir vallarfoxgras í
lireinrækt var 45,1 hkg/ha, en eftir túnving-
ul í hreinrækt 24,7 hkg/ha. Þarna höfðu
orðið mikil umskipti frá árinu áður, þegar
uppskera af vallarfoxgrasi og túnvingli var
svipuð. Báðar grastegundirnar grisjuðust
árið 1968, en 1969 þurrkast túnvingullinn
nær því út, þarmig að þessi 24,7 hkg/ha eru
sennilega mest af öðrum gróðri, ekki sízt af
Engmo vallarfoxgrasi, sem kornið var í reit-
inn.