Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 58
56 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
TAFLA 9 - TABLE 9
Hlutfallslegt magn af próteíni í uppskeru úr tilraun nr. 167—65, % af þurrefni.
Meðaltal 6 ára
Crude protein in yield in experiment no 167—65, °/o of dry matter.
6 year average
Tími á milli slátta Time between cuts I 120 kgN/ha — borið á í einu lagi I 120 kgN/ha — applied in spring II 80 + 40 kgN/ha — tvískipt. II 80 kgN/ha —applied in spring 40 kgN/ha — applied after first cut.
Vikur Weeks Fyrri sl. First cut Seinni sl. Second cut Fyrri sl. First cut Seinni sl. Second cut
Slegið snemma 7 18,9 14,0 17,7 14,8
Cut before shooting 9 18,1 12,3 18,1 12,7
Slegið, er grös skríða 7 14,7 16,9 12,8 19,0
Cut at shooting time 9 14,6 15,8 13,2 16,3
Slegið seint 7 U,7 17,9 10,7 20,4
Cut before flowering 9 11,5 16,7 10,7 18,6
skeruna um tvo hestburði á ári að hafa 1/3
hluta af fræmagninu túnvingul og y3 liluta
vallarfoxgras, miðað við að nota eingöngu
vallarfoxgras (b-liður -p- a-liður).
Líklega hafa nokkur fræ af vallarfoxgrasi
borizt með valta inn á reitina, þar sem að-
eins átti að vera túnvingull. Lítið bar á
vallarfoxgrasi í upphafi tilraunarinnar, en
smám saman breiddi það sig um reitina, eins
og sjá má á mynd 2.
PROTEÍN í UPPSKERU
I eftirfarandi kafla mun verða gerð grein
fyrir hlutfallslegu próteíninnihakli uppsker-
unnar úr tilraun nr. 167—65, svo og því
magni próteíns, sem fékkst af hverjum lið
þessarar tilraunar.
Tafla 9 sýnir hlutfallslegt magn próteíns
í uppskerunni. Tölurnar eru meðaltöl sex
ára.
Taflan sýnir, að nokkur munur er á pró-
teíninnihaldi heysins eftir því, hvort köfn-
unarefnisáburðurinn er borinn á í einu lagi
eða honum tvískipt. Próteínmagnið í fyrra
slætti er 1,2 einingum hærra, ef allur köfn-
unarefnisáburðurinn er borinn á í einu lagi.
Er þessi munur marktækur í þremur af
fimm árum (P < 0,05). Tvískipting köfn-
unarefnisáburðarins hefur leitt til þess, að
próteíninnihakl seinni sláttar er um 1,7 ein-
ingum lrærra en ef köfnunarefnisáburður-
inn er borinn á í einu lagi. Þessi munur var
marktækur öll fimm uppskeruárin, sem at-
huguð voru, en fyrsta árið, 1965, var köfn-
unarefnisáburðurinn borinn á í einu lagi á