Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 60

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 60
58 ÍSLENZKAR LANDBLINAÐARRANNSÓKNIR dreifingaraðferðir köfnunarefnisáburðar, þar sem ekki var unnt að benda á mark- tækan mun, á milli þeirra, að því er varðar samband þroskastigs og próteínmagns upp- skerunnar. Línur allra áranna liggja fremur þétt saman. Einna helzt er það línan fyrir árið 1968, sem sker sig úr. Um aðalsprettutím- ann það ár, þ. e. júlí, var hlýtt í veðri. í er- lendum heimildum hefur verið bent á, að hitastigið á sprettutíma hafi áhrif á pró- teínmagn grasa (Homb 1952; Kivimáe 1959). Til þess að kanna áhrif hitastigsins var því reynt að taka meðalhitann um aðalsprettu- tímann með sem breytistærð ásamt þroska- stigi grasanna. Með aðalsprettutíma er átt við það tímabil, sem sláttutímar fyrri slátt- ar falla á (júlímánuður í 5 af 6 árum). Sam- bandi þáttanna má lýsa með eftirfarandi að- hvarfslíkingu: y = 10,81 -e- 0,24 • xi + 0,93 • x2 (R = 0,89 P<0,01) y = próteín, % af þurrefni, xi = þroskastig, dagar, x2 = meðalhiti aðalsprettutíma, °C. Próteínmagn grasanna fellur um 0,24% á dag, það er um 1,7% á viku. Er það mjög svipað og Homb (1952) og Kivimáe (1959) hafa komizt að við rannsóknir á vallarfox- grasi í Noregi og Svíþjóð. Líkingin sýnir einnig, að einnar gráðu hækkun meðalhita um aðalsprettutímann hefur í för með sér tæplega 1,0% hækkun á próteínmagni gras- anna. í hlýviðri taka plönturnar fyrr út líf- eðlislegan þroska sinn en á köklum sprettu- tíma (Vik 1955). Blaðmyndunin gengur hlutfallslega hægar en þroski plantnanna, TAFLA 10 -TABLE 10 Uppskera af próteíni, kg/ha, í tilraun nr. 167—65. Meðaltal 5 ára Yielcl, of crude protein, in kg/ha, in experiment no 167—65. 5 year average Timi á milli slátta T ime bctween cuts I 120 kgN/ha — borið á í einu lagi. I 120 kgN/ha — applied in spring. 11 80 + 40 kgN/ha — tvískipt. II 80 kgN 1 ha applied in spring. 40 kgN/ha — applied after first cut. Vikur Weeks Fyrri sl. First cut Seinni sl. Second cut Alls Total Fyrri sl. First cu t Seinni sl. Second cut Alls Total Slegið snemma 7 441 240 681 395 303 698 Cut before shooting 9 371 272 643 336 318 654 Slegið, er grös skríða 7 577 128 705 487 191 678 Cut at shooting time 9 563 128 691 451 189 640 Slegið seint 7 603 60 663 538 114 652 Cut befor floiuering 9 618 53 671 531 102 633

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.