Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 61
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI 59
og kann þetta að skýra jákvæða fylgni pró-
teínmagns grasanna og meðalhitans um
sprettutímann.
Prótein í seinni slœtti.
Tafla 9 sýnir, að próteínmagn uppsker-
unnar í seinni slætti liefur fallið með vax-
andi þroska grasanna, það er lengd tíma-
bilsins á milli fyrri og seinni sláttar. Lækk-
un þessi er þó minni en við fyrri slátt. Þann-
ig hefur próteínið í fyrri slætti minnkað um
3,5% við hverjar tvær vikur, sem dregið
var að slá. Jafnlöngum drætti við háarslátt-
inn hefur aðeins fylgt 1,3% lækkun próteíns
að meðaltali, ef köfnunarefnisáburðurinn
var borinn á í einu lagi. Þar sem köfnun-
arefnisáburðinum var tvískipt, hefur lækk-
un próteínsins hins vegar orðið meiri eða
um 2,2%. Stafar þetta af því, að köfnunar-
efnisáburðurinn á milli slátta hefur flýtt
þroska grasanna, þannig að þau liafa tekið
út meiri þroska en grösin, sem engan köfn-
unarefnisáburð fengu á milli slátta.
Auk lengdar vaxtarskeiðsins virðist sláttu-
tími við fyrri slátt hafa veruleg áhrif á pró-
teínmagn seinni sláttar. Þannig var pró-
teínmagn í hánni eftir síðasta sláttutíma
fyrri sláttar 4% hærra en í hánni eftir fyrsta
sláttutíma, þótt sprettutíminn væri jafn-
langur í báðum tilvikum. Skýringar á þessu
er án efa að leita í því, að þar sem fyrri
sláttur var sleginn snemma, hefur háin not-
ið betri vaxtarskilyrða en liáin eftir síð-
tekinn fyrri sláttj Þar af leiðandi hefur hún
náð meiri þroska en háin, sem óx síðar á
sumrinu. Eru þessar niðurstöður í góðu
samræmi við niðurstöður Björns Jóhannes-
sonar og Kristínar Kristjánsdóttur (1954),
Sturlu Friðrikssonar (1960) og Östgaard
(1962).
Próteinuppskeran.
Tafla 10 sýnir uppskeru af próteíni i
kg/ha. Meðaltal fimrn ára (1965 er undan-
skilið).
Uppskera af próteíni í fyrri slætti vex eft-
ir því sem slegið er seinna. Er aukningin ör-
ust á fyrri hluta vaxtarskeiðsins.
Þar sem köfnunarefnisáburðurinn var
borinn á í einu lagi, hefur fengizt meiri
uppskera af próteíni í fyrri slætti en þar
sem köfnunarefnisáburði var tvískipt. Er
þessi munur marktækur (P<0,01). Hins veg-
ar fékkst meiri uppskera af próteíni í seinni
slætti, ef hluti af köfnunarefnisskammtinum
var borinn á milli slátta (P<0,01). Mismun-
urinn hverfur, ef sarnan er lögð uppskeran
af próteíni úr fyrri og seinni slætti. Er þá
ekki um marktækan mun að ræða á milli
dreifingaraðferða á köfnunarefnisáburði
með tilliti til próteínuppskerunnar. Sé vall-
arfoxgrasið slegið tvisvar, fæst jafnari skipt-
ing próteínuppskerunnar á milli fyrri og
seinni sláttar. Ef fundin eru meðalhlutföll
próteínuppskerunnar í fyrri og seinni slætti,
kemur eftirfarandi í Ijós, sé tekið meðaltal
af öllum liðum:
Fyrri sláttur Seinni sláttur
1 120 kg/ha N 78 22
II 80 -þ 40 kg/ha N 69 31
Við tölfræðilegt mat á niðurstöðum til-
raunarinnar kom í ljós, að marktækur mun-
ur var á próteínuppskeru í fyrri slætti eftir
því, hvort sjö eða níu vikur liðu á milli
slátta (P < 0,05). Þetta gildir aðeins fyrir
fyrsta sláttutíma. Ekki var munur þessi
marktækur, þegar fyrri sláttur var sleginn
síðar. Munur á próteínuppskeru á milli lið-
anna stafar að nokkru leyti af því, að hlut-
ur próteíns í þurrefni er lítið eitt minni í
þeim liðurn, er níu vikur liðu á rnilli slátta,
en þar sem sjö vikur liðu á milli slátta, sbr.
töflu 10. Mestu rnunar þó um það, að þurr-
efnisuppskeran var um 14% minni, þar sem
níu vikur liðu á milli slátta en þar sem
bilið var sjö vikur.
Sé litið á lieildaruppskeru af próteíni úr
báðum sláttum, kemur í ljós, að mest upp-