Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 61

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 61
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI 59 og kann þetta að skýra jákvæða fylgni pró- teínmagns grasanna og meðalhitans um sprettutímann. Prótein í seinni slœtti. Tafla 9 sýnir, að próteínmagn uppsker- unnar í seinni slætti liefur fallið með vax- andi þroska grasanna, það er lengd tíma- bilsins á milli fyrri og seinni sláttar. Lækk- un þessi er þó minni en við fyrri slátt. Þann- ig hefur próteínið í fyrri slætti minnkað um 3,5% við hverjar tvær vikur, sem dregið var að slá. Jafnlöngum drætti við háarslátt- inn hefur aðeins fylgt 1,3% lækkun próteíns að meðaltali, ef köfnunarefnisáburðurinn var borinn á í einu lagi. Þar sem köfnun- arefnisáburðinum var tvískipt, hefur lækk- un próteínsins hins vegar orðið meiri eða um 2,2%. Stafar þetta af því, að köfnunar- efnisáburðurinn á milli slátta hefur flýtt þroska grasanna, þannig að þau liafa tekið út meiri þroska en grösin, sem engan köfn- unarefnisáburð fengu á milli slátta. Auk lengdar vaxtarskeiðsins virðist sláttu- tími við fyrri slátt hafa veruleg áhrif á pró- teínmagn seinni sláttar. Þannig var pró- teínmagn í hánni eftir síðasta sláttutíma fyrri sláttar 4% hærra en í hánni eftir fyrsta sláttutíma, þótt sprettutíminn væri jafn- langur í báðum tilvikum. Skýringar á þessu er án efa að leita í því, að þar sem fyrri sláttur var sleginn snemma, hefur háin not- ið betri vaxtarskilyrða en liáin eftir síð- tekinn fyrri sláttj Þar af leiðandi hefur hún náð meiri þroska en háin, sem óx síðar á sumrinu. Eru þessar niðurstöður í góðu samræmi við niðurstöður Björns Jóhannes- sonar og Kristínar Kristjánsdóttur (1954), Sturlu Friðrikssonar (1960) og Östgaard (1962). Próteinuppskeran. Tafla 10 sýnir uppskeru af próteíni i kg/ha. Meðaltal fimrn ára (1965 er undan- skilið). Uppskera af próteíni í fyrri slætti vex eft- ir því sem slegið er seinna. Er aukningin ör- ust á fyrri hluta vaxtarskeiðsins. Þar sem köfnunarefnisáburðurinn var borinn á í einu lagi, hefur fengizt meiri uppskera af próteíni í fyrri slætti en þar sem köfnunarefnisáburði var tvískipt. Er þessi munur marktækur (P<0,01). Hins veg- ar fékkst meiri uppskera af próteíni í seinni slætti, ef hluti af köfnunarefnisskammtinum var borinn á milli slátta (P<0,01). Mismun- urinn hverfur, ef sarnan er lögð uppskeran af próteíni úr fyrri og seinni slætti. Er þá ekki um marktækan mun að ræða á milli dreifingaraðferða á köfnunarefnisáburði með tilliti til próteínuppskerunnar. Sé vall- arfoxgrasið slegið tvisvar, fæst jafnari skipt- ing próteínuppskerunnar á milli fyrri og seinni sláttar. Ef fundin eru meðalhlutföll próteínuppskerunnar í fyrri og seinni slætti, kemur eftirfarandi í Ijós, sé tekið meðaltal af öllum liðum: Fyrri sláttur Seinni sláttur 1 120 kg/ha N 78 22 II 80 -þ 40 kg/ha N 69 31 Við tölfræðilegt mat á niðurstöðum til- raunarinnar kom í ljós, að marktækur mun- ur var á próteínuppskeru í fyrri slætti eftir því, hvort sjö eða níu vikur liðu á milli slátta (P < 0,05). Þetta gildir aðeins fyrir fyrsta sláttutíma. Ekki var munur þessi marktækur, þegar fyrri sláttur var sleginn síðar. Munur á próteínuppskeru á milli lið- anna stafar að nokkru leyti af því, að hlut- ur próteíns í þurrefni er lítið eitt minni í þeim liðurn, er níu vikur liðu á rnilli slátta, en þar sem sjö vikur liðu á milli slátta, sbr. töflu 10. Mestu rnunar þó um það, að þurr- efnisuppskeran var um 14% minni, þar sem níu vikur liðu á milli slátta en þar sem bilið var sjö vikur. Sé litið á lieildaruppskeru af próteíni úr báðum sláttum, kemur í ljós, að mest upp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.