Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 63
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI 61
Mynd 5. Áhrif þroskastigs á rakastig í Engmo-vallarfoxgrasi (Engrno) við mismunandi köfnun-
arefnisskammta. Fyrri sláttur.
Fig. 5. The regression of stage of maturity (x, days) on the moisture content (y, wet basis) of
Phl. pratense. (Beg. shooting at x = 20 days).
túnvingli og lægra köfnunarefnismagni í
honum.
Mismunur á upptöku köfnunarefnis á
milli tilraunar nr. 167—65 og 199—66 stafar
af mismunandi uppskerumagni á milli til-
raunanna.
RAKAMAGN I VALLARFOXGRASI
Við verkun heys skiptir rakastig grassins
við slátt miklu máli. 1 sambandi við lirað-
þurrkun grass og grænfóðurs er rakastigið
sá þáttur, sem hvað mestu ræður um fram-
leiðslukostnað fóðursins. Við verkun vot-
Iteys er talið, að hæfilegt rakastig fóðursins
við hirðingu sé 65—70%. Sé það liærra, er
hætta á tapi efna með frárennsli og rangri
gerjun í heyinu. Þá hefur verið á það bent,
að rakastig grassins við slátt ráði miklu um
lengd þess tíma, sem vallþurrkunin tekur,
svo og það efnatap, sem slíkri þurrkun fylg-
ir (Bjarni Guðmundsson 1970).
í sambandi við mælingu uppskerumagns
úr tilraun nr. 167—65 var rakastig grassins
af hverjum lið tilraunarinnar mælt. Raka-
stig grassýnis táknar hlutfallslegan þunga
vatnsins í sýninu af heildarþunga grassýnis-
ins.
Rakastigið í grösunum við fyrri slátt var
nokkru liærra, þar sem köfnunarefnisáburð-
urinn var borinn á í einu lagi en þar sem
lionum var skipt. Er munurinn mestur við
fyrsta sláttutíma (P < 0,02), en þar sam-
svarar liann 0,23 kg vatns á kg þurrefnis.
Munurinn minnkar, er líður á þroskaferil
grasanna. Við síðasta sláttutíma nemur