Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 66
64 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR Línan er tlregin inn á mynd 6. Við hvern dag, sem fyrsti sláttur dróst, lækkaði fos- fórmagn í vallarfoxgrasinu að meðaltali um 0,0044% af þurrefni. Á neðri hluta myndar 6 sést, að í seinni slætti var minnst magn af fosfór í hánni, sem slegin var eft- ir fyrsta sláttutíma. Háin, sem spratt eftir annan og þriðja sláttutíma fyrsta sláttar, var heldur fosfórauðugri. Á árunum 1964—1970 var borið á til- raun nr. 167—65, samtals 236 kg/ha af fosfór. Að meðaltali fyrir alla liði skilaði sér í uppskerunni sem svaraði 34% af áborn- um fosfór. Nokkur munur var á milli ára, hvað þetta snertir, en lítill munur á milli liða. I tilraun nr. 199—66 var fosfórmagnið að meðaltali 0,25 % af þurrefni í fyrri slætti og 0,26% i seinni slætti. Var töluverður munur á fosfórmagni háar eftir árum, en lítill mun- ur eftir liðum, eins og sjá má á töflu 12. Á árunum 1966—1971 var borið á 206,5 kg/ha af fosfór á tilraunina. Að meðaltali fyrir liðina, sem vallarfoxgras var í (a, b og c-liði), var sem svaraði 27—28% af ábornum fos- fór í uppskerunni. Uppskeran var minnst á túnvingulsliðunum, og var ekki nema sem svaraði 25% af ábornum fosfór í uppskeru þess liðar. Þessar niðurstöður eru ekki veru- lega frábrugðnar fyrri niðurstöðum frá Hvanneyri (Magnús Óskarsson 1969). Kalsium. Kalsíummagn í grösum fellur stöðugt, ef dregið er að slá fyrsta slátt (Magnús Ósk- arsson og I’orsteinn Þorsteinsson 1964). í tilraun nr. 167—65 minnkaði kalsíummagn- ið í grasinu að meðaltali um 0,0029% á dag. Þegar grösin skriðu, var kalsíummagn- ið í þurrefni að meðaltali um 0,32%. Á mynd 7 sést, hvernig kalsíummagnið fellur með vaxandi þroska grasanna. Samband milli þroskastigs (x) og kalsíum- magns (y) má sýna með aðhvarfslíkingu, sem er þannig: y =: 0,377 = 0,0029 • x (r = =0,55, P< 0,001) Á neðri hluta myndar 7 sést, að kalsíum- magn í seinni slætti var mun meira en í fyrri slætti. Þetta er í samræmi við það, sem áður hefur komið fram, þegar kalsíum- snauður áburður er borinn á og ekki er kalkað (Magnús Óskarsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1964). I þrífosfati er um 14,3% af kalsíum (Tis- dale og Nelson 1966). Á meðan tilraun nr. 167—65 stóð, var því borið á sem svaraði 172 kg/ha af kalsíum. Ef meðaltal var tekið af öllum liðum, skilaði sér 63% af ábornu kalsíum í uppskerunni. Kalsíumupptakan óx eftir j)ví sem uppskeran var meiri, eins og sjá má, ef eftirfarandi tölur eru bornar saman við uppskerutölurnar. I uppskeru eftir 1. sláttutíma fyrri sláttar var 57 % af ábornu kalsíummagni. I uppskeru eftir 2. sláttutíma fyrri sláttar var 62% af ábornu kalsíummagni. I uppskeru eftir 3. sláttutíma fyrri sláttar var 69% af ábornu kalsíummagni. I tilraun nr. 199—66 var borið á 147 kg/ha af kalsíum í þrífosfati á tilraunatímanum 1966—1971. í þá liði, sem eingöngu var sáð vallarfoxgrasi, kom 50% af ábornu kalsíum í uppskerunni. Túnvingli og innlendu grös- Mynd 7. Kalsíummagn í Engmo-vallarfoxgrasi. Efst: Samband þroskastigs og kalsíummagns (fyrri sláttur). Neðst: Áhrif köfnunarefnisáburð- ar og dagafjölda á milli slátta á kalsíummagn í seinni slætti. Lóðréttu strikin tákna bil milli hæsta og lægsta gildis. Fig. 7. Top: Percentage of Ca (dry basis) in Phleum pratense cut at different stages of matu- rity. First cut. (Beg. shooting at x — 20 days). Bottom: The effects of nitrogen and the number of days between the lst and the 2nd cut on the percentage of Ca in Phleum pratense. The ver- tical lines indicate the range between the maximum and the minimum values.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.