Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 66
64 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR Línan er tlregin inn á mynd 6. Við hvern dag, sem fyrsti sláttur dróst, lækkaði fos- fórmagn í vallarfoxgrasinu að meðaltali um 0,0044% af þurrefni. Á neðri hluta myndar 6 sést, að í seinni slætti var minnst magn af fosfór í hánni, sem slegin var eft- ir fyrsta sláttutíma. Háin, sem spratt eftir annan og þriðja sláttutíma fyrsta sláttar, var heldur fosfórauðugri. Á árunum 1964—1970 var borið á til- raun nr. 167—65, samtals 236 kg/ha af fosfór. Að meðaltali fyrir alla liði skilaði sér í uppskerunni sem svaraði 34% af áborn- um fosfór. Nokkur munur var á milli ára, hvað þetta snertir, en lítill munur á milli liða. I tilraun nr. 199—66 var fosfórmagnið að meðaltali 0,25 % af þurrefni í fyrri slætti og 0,26% i seinni slætti. Var töluverður munur á fosfórmagni háar eftir árum, en lítill mun- ur eftir liðum, eins og sjá má á töflu 12. Á árunum 1966—1971 var borið á 206,5 kg/ha af fosfór á tilraunina. Að meðaltali fyrir liðina, sem vallarfoxgras var í (a, b og c-liði), var sem svaraði 27—28% af ábornum fos- fór í uppskerunni. Uppskeran var minnst á túnvingulsliðunum, og var ekki nema sem svaraði 25% af ábornum fosfór í uppskeru þess liðar. Þessar niðurstöður eru ekki veru- lega frábrugðnar fyrri niðurstöðum frá Hvanneyri (Magnús Óskarsson 1969). Kalsium. Kalsíummagn í grösum fellur stöðugt, ef dregið er að slá fyrsta slátt (Magnús Ósk- arsson og I’orsteinn Þorsteinsson 1964). í tilraun nr. 167—65 minnkaði kalsíummagn- ið í grasinu að meðaltali um 0,0029% á dag. Þegar grösin skriðu, var kalsíummagn- ið í þurrefni að meðaltali um 0,32%. Á mynd 7 sést, hvernig kalsíummagnið fellur með vaxandi þroska grasanna. Samband milli þroskastigs (x) og kalsíum- magns (y) má sýna með aðhvarfslíkingu, sem er þannig: y =: 0,377 = 0,0029 • x (r = =0,55, P< 0,001) Á neðri hluta myndar 7 sést, að kalsíum- magn í seinni slætti var mun meira en í fyrri slætti. Þetta er í samræmi við það, sem áður hefur komið fram, þegar kalsíum- snauður áburður er borinn á og ekki er kalkað (Magnús Óskarsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1964). I þrífosfati er um 14,3% af kalsíum (Tis- dale og Nelson 1966). Á meðan tilraun nr. 167—65 stóð, var því borið á sem svaraði 172 kg/ha af kalsíum. Ef meðaltal var tekið af öllum liðum, skilaði sér 63% af ábornu kalsíum í uppskerunni. Kalsíumupptakan óx eftir j)ví sem uppskeran var meiri, eins og sjá má, ef eftirfarandi tölur eru bornar saman við uppskerutölurnar. I uppskeru eftir 1. sláttutíma fyrri sláttar var 57 % af ábornu kalsíummagni. I uppskeru eftir 2. sláttutíma fyrri sláttar var 62% af ábornu kalsíummagni. I uppskeru eftir 3. sláttutíma fyrri sláttar var 69% af ábornu kalsíummagni. I tilraun nr. 199—66 var borið á 147 kg/ha af kalsíum í þrífosfati á tilraunatímanum 1966—1971. í þá liði, sem eingöngu var sáð vallarfoxgrasi, kom 50% af ábornu kalsíum í uppskerunni. Túnvingli og innlendu grös- Mynd 7. Kalsíummagn í Engmo-vallarfoxgrasi. Efst: Samband þroskastigs og kalsíummagns (fyrri sláttur). Neðst: Áhrif köfnunarefnisáburð- ar og dagafjölda á milli slátta á kalsíummagn í seinni slætti. Lóðréttu strikin tákna bil milli hæsta og lægsta gildis. Fig. 7. Top: Percentage of Ca (dry basis) in Phleum pratense cut at different stages of matu- rity. First cut. (Beg. shooting at x — 20 days). Bottom: The effects of nitrogen and the number of days between the lst and the 2nd cut on the percentage of Ca in Phleum pratense. The ver- tical lines indicate the range between the maximum and the minimum values.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.