Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 71
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI 69
TAFLA 13 - TABLE 13
Natríummagn í há. Tilraun nr. 167—65. Meðaltal 4 ára.
Sodium content in aft,erm,ath. Experiment no 167—63. 4 year average.
I 120 kg/N/ha, borið á í einu lagi I 120 kgN/ha — applied in spring 11 80 + 40 kgN/ha — tvískipt II 80 kgN/ha applied in spring 40 kgN/ha applied after first cut
Slegið snemma Cut before shooting 0.10% 0.11%
Slegið, er griis skríða Cut at shooting time 0.12% 0.16%
Slegið seint Cut before flowering 0.14% 0.18%
Magnium.
I tilraun nr. 167—65 var magníum mælt
árin 1965—1969. Ekki var merkjanlegur
munur á milli liða, en þeim mun meiri
milli slátta. í fyrri slætti var magníum
0,13% af þurrefni að meðaltali fyrir alla
liði, en í seinni slætti var 0,23% magníum.
I tilraun nr. 199—66 var magníum 0,13%
af þurrefni úr fyrra slætti að meðaltali í
fjögur ár. Munur á milli liða var lítill. 1
seinni slætti var að meðaltali eftir tvö ár
0,18% magníum.
Kopar.
Koparmagn var mælt í uppskerunni í til-
raun nr. 167—65 árin 1965—1969. Ekki virt-
ist munur á koparmagninu eftir liðum. Eins
og sjá má á mynd 9, var koparmagnið í grös-
unum um það leyti, sem þau skriðu, rösk-
lega 4 ppm (ppnr = hlutur úr milljón). Kop-
armagnið lækkaði eftir því, sem lengur
dróst að slá fyrri slátt. Aðhvarfsliking kop-
armagns (y) að þroskastigi (x) talið í dög-
um er þannig:
y = 5,38 -f- 0,0608 • x (r = -f 0,53, P< 0,001)
Koparmagnið í seinni slætti var svipað.
Það virtist þó heldur aukast eftir því sem
seinna var slegið og háin var minni.
í tilraun nr. 199—66 var koparmagn rann-
sakað árin 1967—1969. Ekki var munur á
milli liða, en að meðaltali fyrir alla liði var
koparmagnið 4,0 ppm í fyrri slætti og 2,7
ppm í seinni slætti.
HAGKVÆMUR SLÁTTUTÍMI Á
ENGMO VALLARFOXGRASI
Heildaruppskera þurrefnis í vallarfox-
grasi vex jafnt og þétt eftir því sem fyrri
sláttur er sleginn seinna. Sé miðað við upp-
skeru af próteíni, er hún mest, þegar fyrri
sláttur er sleginn um það leyti, sem vallar-
foxgrasið skríður, og seinni sláttur sleginn
um það bil sjö vikum seinna. Ekki var rann-
sökuð uppskera fóðureininga af flatarein-
ingu í tilraun nr. 167—65, en lauslegar at-
huganir henda til þess, að fjöldi fóðurein-
inga af hektara aukist nokkuð allt til þess
tíma, er vallarfoxgrasið blómgast. Þyrfti að
kanna þetta atriði nánar með sérstökum til-
raunum.