Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 72

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 72
70 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Magn flestra steinefna fer minnkandi, eftir því sem fyrri sláttur er sleginn seinna. 1 tilraun nr. 167—65 var meðalhreyfing á steinefnamagninu fram að fyrri slætti þann- ig; Fosfórmagnið lækkaði um 0,03% á viku, kalsíummagnið lækkaði um 0,02% á viku, kalíummagnið lækkaði um 0,2% á viku, natríummagnið hækkaði um 0,008% á viku og koparmagnið lækkaði um 0,4 ppm á viku. Fóðurgæðin rýrna nokkuð eftir því, sem steinefnamagnið lækkar. Þó verður hlutfall- ið á milli fosfórs og kalsíums hagstæðara eftir því sem plönturnar verða eldri. Breyt- ingar á steinefnamagni gróðursins eru tæp- lega það rniklar, að rétt sé að láta þær hafa áhrif á ákvörðun um sláttutíma. Val á sláttutíma hlýtur ávallt að miðast við þá aðferð, sem bóndinn notar við nýt- ingu og verkun uppskerunnar. Við votheysgerð eru meðal annars gerðar kröfur um hæfilegt innihald grasanna af auðleystum kolvetnum, sem er mikilvæg for- senda mjólkursýrumyndunar í heyinu. Þess- um kröfurn fullnægir vallarfoxgrasið bezt, sé það slegið snemma, það er að segja urn það leyti, sem grasið skríður, að því er rann- sóknir Friðriks Pálmasonar (1970) á efni úr tilraun nr. 167—65 benda til. Með því að slá snemrna ætti einnig í flestum árum að fást viðunandi uppskera eftir seinni slátt, 7—9 vikur eftir fyrri slátt. Vafasamt er að bíða lengur með fyrri slátt en að skriði vall- arfoxgrassins, eigi að slá það tvisvar, sökum þess að eftirtekja seinni sláttar verður að öðrum kosti rýr. Tvískipting köfnunarefnisáburðar virð- ist korna til álita, þar sem vallarfoxgrasið er verkað sem vothey og miðað er við að slá það tvisvar. Tvískiptingin leiðir til þess, að hagstæðara hlutfall verður á milli kolvetna og próteíns, einkum í fyrri slætti, sökum þess að hlutur próteíns í þurrefni verður minni, jafnframt því sem auðleystar sykrur verða meiri í grasinu (Friðrik Pálmason 1970). Tvískiptingin leiðir einnig til þess, að uppskeran skiptist jafnar á milli fyrri og seinni sláttar. Flins vegar eykur tvískipting- in vinnu við áburðardreifingu og veldur fleiri umferðum um túnið. Sé miðað við vallþurrkun og súgþurrk- un, virðist rétt að bíða með fyrri slátt á vallarfoxgrasi, þar til nokkru eftir skrið (t. d. 7—14 dögum eftir að grasið skríður). Þá hefur rakastig þess lækkað um 20% frá skriði, þannig að léttara er að þurrka heyið, bæði á velli og í hlöðu. Lauslegar athug- anir benda til, að þessi dráttur á fyrri slætti hafi ekki í för með sér rýrnun á uppskeru meltanlegra fóðurefna af hverri flatarein- ingu túnsins. Eftirtekja seinni sláttar við svo seinan fyrri slátt verður rýr (< 10 hkg/ha), og kemur lielzt til greina að nýta hana með beit. Við hraðþurrkun heysins skiptir rakastig grassins við slátt miklu máli fyrir afköst og framleiðslukostnað. Keppt er að því að hafa sem jafnasta grasframleiðslu til að nýta tækin sem bezt. Þarf því að miða að tveim- ur sláttum, og tvískiptingu köfnunarefnis- áburðar. Þessi tvö atriði, rakastigið og jöfn grasframleiðsla, stangast því á, þar eð lækk- unar á rakastigi fer ekki að gæta fyrr en um og eftir að vallarfoxgrasið skríður, en fyrri Mynd 9. Koparmagn í Engmo-vallarfoxgrasi. Efst: Samband þroskastigs og koparmagns (fyrri sláttur). Neðst: Áhrif köfnunarefnisáburðar og dagafjölda á milli slátta á koparmagn í seinni slætti. Lóðréttu strikin tákna bil milli hæsta og lægsta gildis. Fig. 9. Top: Cu-content (ppm) in Phleum pra- tense cut at different stages of maturity. First cut. (Beg. shooting at x = 20 days). Bottom: The effects of nitrogen and the number of days be- tween the lst and the 2nd cut on the percen- tage of Cu in Phleum pratense. The vertical lines indicate the range between the maximum and the minimum values.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.