Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Síða 78
76 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Bókarkynning
Biological Abstracts
Biological Abstracts er stærsta og yfir-
gripsmesta útdráttarverkið, sem gefið er út
um líffræði. Það kemur út hálfsmánaðar-
lega, og í því eru útdrættir úr greinum og
bókum, sem oftast eru aðeins fárra mánaða
gamlar. I hverju hálfsmánaðarhefti eru um
6 þúsund útdrættir, eða um 150 þúsund
útdrættir á ári.
I Biological Abstracts er útdráttunum í
hverju hefti raðað niður í eftirfarandi aðal-
flokka:
Aerospace biology, agriculture, bacterio-
logy, beliavioral sciences, biochemistry, bio-
instrumentation, biophysics, cell biology,
envirnonmental biology, experimental
medicine, genetics, immunology, microbio-
logy, nutrition, parasitology, pathology (ani-
mal ancl plant), pharmacology, pliysiology
(anirnal and plant), public health, radia-
tion biology, systematic biology, toxicology,
veterinary science og virology.
Hverjum aðalflokki er svo skipt niður í
undirflokka eftir efni, í sumurn tilfellum í
allt að 60 undirflokka.
Eins og gefur að skilja, þá geta rnargar
greinanna fallið inn undir marga þeirra
flokka, sem nefndir eru liér að framan. Þess
vegna er í hverju hefti svokallaður Cross
Index, sem gerir mönnum kleift að finna
útdrætti úr ritgerðum um ýmis tiltekin
efni, óháð þeirri niðurröðun í aðalflokka
og undirflokka, sem nefnd er hér að fram-
Einnig er í hverju hefti svokallaður Bio-
systematic Index, en í honurn er útdrátt-
unurn raðað upp eftir flokkunarfræðilegri
stöðu þeirra lífvera, sem greinarnar fjalla
um, og síðan eftir efni greinanna. Höfunda-
skrá er í hverju hefti.
Að lokum er í hverju liefti svokallað B.
A. S.I.C. Með hjálp þess er hægt að finna
allar þær ritgerðir og bækur, sem hafa eitt-
hvert tiltekið orð í titli sínum.
Það tekur að vísu nokkurn tíma að kynn-
ast þeim mörgu möguleikum, sem B.A. hef-
ur upp á að bjóða. En fyrir þá, sem vilja
fylgjast með því, sem er að gerast í heim-
inum innan sérgreinar sinnar í líffræði, er
B. A. ómetanleg hjálp.
B.A. kostar nú 1000 $ á ári, og er því
ekki á allra færi að kaupa það. Tilrauna-
stöð Háskólans í meinafræði að Keldum
kaupir ritverkið og liggur það þar frammi
í bókasafni stofnunarinnar, ásamt mörgum
öðrum bókum og tímaritum um líffræði.
Er öllum þeim, sem áhuga hafa, heimilt að
nota það, eftir að liafa haft samband við
bókavörð stofnunarinnar.
Ég vil hvetja alla þá, sem vinna að líf-
fræðirannsóknum eða vilja fylgjast með því,
sem er að gerast í sérgrein sinni, að notfæra
sér þetta verk til fullnustu og lesa það að
staðaldri.
Keldum, 10. janúar 1972.
Sigurður H. Richter.
an.