Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Page 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Page 5
ísl. landbún. 1975 y 1 2 J. AGR. RES. ICEL. y 3-7 Athuganir á innyflaormum íslenzkra nautgripa Agnar Ingólfsson LíffrceSistofnun Háskólans Guðmundur Gíslason1) Tilraunastöðin á Keldum f-f-1969) YFIRLIT Fyrri hluta árs 1962 var gerð að Tilraunastöðinni á Keldum lausleg könnun á innyflaormum 178 heilbrigðra nautgripa, sem slátrað var hjá Sláturfélagi Suðurlands. Aðaláherzla var lögð að leit að ormum úr vinstrum (174 gripir, en ýtarleg leit í aðeins 32) og lungum (39 gripir), en auk þess var leitað orma í stuttum mjógirnisbút (153 gripir, og talin voru egg í saur (156 gripir). Engir ormar fundust í lungum, en í vinstur og mjógörn varð vart eftirfarandi tegunda: Trichostrongylus axei, T. capricola (og hugsanlega T. vitrinus), Ostertagia ostertagi, O. lyrata og Cooperia onchophora. Af vinstraormum bar mest á O. ostertagi, en mun minna var af O. lyrata og T. axei. Af eiginlegum mjógirnisormum var C. onchophora algengasta tegundin, en T. capricola sjaldgæfur, enda fyrst og fremst sníkill í sauðfé. Talsvert hefur borið á skitu og vanþrifum í kálfum og vetrungum hérlendis, sem batnar við ormalyfsgjöf. Hefur þetta færzt nokkuð í vöxt. Var því ákveðið að frumkvæði Guð- mundar Gíslasonar að gera grófa könnun á innyflaormum nautgripa fyrri hluta árs 1962, en engar skipulegar athuganir á inn- yflaormum höfðu farið fram áður. Beindist könnunin einkum að því að ákveða þær tegundir orma, sem gætu haft þýðingu, en einnig var reynt að afla upplýsinga um magn orma, eftir því sem aðstæður leyfðu. Þótt athuganir þessar séu í grófasta lagi, þykir þó rétt að birta hér helztu niður- stöður. Könnunin fór fram að Tilraunastöðinni á Keldum. Alls voru könnuð innyfli úr 178 nautgripum, sem fengin voru hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Ekki er vitað til þess, að neinir sjúkdómar hafi hrjáð þessa gripi, þegar þeim var slátrað. Upplýsingar liggja fyrir um, hvaðan 171 af þessum nautgrip- um er, og skiptast þeir þannig á sýslur: Borgarfjarðarsýsla 13 Kjósarsýsla 38 Guilbringusýsla 6 Arnessýsla 82 Rangárvallasýsla 32 Vitað var um aldur 120 gripa, og var aldursdreifing þannig: kálf ar 11 vetrungar 2 tveggja vetra 8 þriggja vetra 2 fjögurra vetra 8 fimm vetra 11 sex vetra 21 1) Guðmundur Gíslason lézt 22. febrúar 1969.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.