Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Page 10

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Page 10
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1975 7, 1-2: 8-19 Breytingar á jarðvegi af völdum ólíkra tegunda köfnunarefnisáburðar. Samanburður þriggja tegunda köfnunarefnisáburðar. Bjarni Helgason Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti. YFIRLIT Fjallað er um áhrif þriggja tegunda köfnunarefnisáburðar, „Kjarna", kalksaltpéturs og brennisteins- súrs ammóníaks, í fjóirum tilraunastöðvum og lýst áhrifum 20—25 ára samfelldrar notkunar á nokkra mikilvæga efnaeiginleika jarðvegsins, þ.e. sýrustig (pH), leysanlegt magn kalsíums, magnesíums og kalíums auk magns rotnandi jurtaleifa. Brennisteinssúrt ammóníak (ammóníumsúlfat) örvar alls staðar skolun næringarefna, og hefur kalsí- ummagn (Ca+ +) á Sámsstöðum, t.d. minnkað úr 12,7 m.e. niður í 2,4 m.e. af þessum sökum. Jafnframt veldur þetta tiltölulega örri sýringu jarðvegsins. Breytingar af þessum sökum virðast þó að mestu hafa fjarað út x um 15 cm dýpt. Athyglisvert er, að hin öxa lækkun pH virðist að mestu stöðvast við pH = 4,8 og sýrustigið síðan haldast óbreytt um langt árabil a.m.k. Langvarandi notkun brennisteinssúrs ammóníaks virðist enn fremur fylgja aukið magn jurtaleifa. Virð- ist þetta vera eina áburðartegundin, sem slíku veldur, enn sem komið er. Kalksaltpétur (kalsíumnítrat) veldur alls staðar verulegri aukningu kalsíumjóna (Ca++) og mestri hlutfallslegri, þar sem úrkoma er minnst. Hefur verið að ræða um allt að helmingsaukningu miðað við liði án köfnunarefnisáburðar. Aukning þessi endurspeglast í hækkuðu pH allt niður í 10—15 cm jarðvegsdýpt. Hins vegar kemur skýrt fram x þeim liðum, sem ekkert köfnunarefni hafa hlotið, að sýrustigsbreyt- ingar fylgja magni lífrænna jurtaleifa þannig, að pH hækkar eftix því, sem neðar dregur í jarðveg- inn og eftir því sem magn lífrænna efna minnkar. Sýring jarðvegs, þ.e. lækkað pH, sem rekja má til notkunar Kjarna, hefur aðeins komið í ljós að Reykhólum og Sámsstöðum. Ber þó að hafa í huga, að köfnunarefnisnotkun í síðara tilvikinu er ó- venjulega mikil. Þeirri ályktun er að lokum varpað fram, að notkun kalks kunni að verða reglubundinn þáttur í al- mennri túnrækt. Það er sökum þess, að langvarandi notkun kalksnauðra áburðartegunda getur leitt til óæskilega lítillar mettunar á jónrýmd jarðvegsins, einkum þó með tilliti til kalsíums.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.