Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 10

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 10
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1975 7, 1-2: 8-19 Breytingar á jarðvegi af völdum ólíkra tegunda köfnunarefnisáburðar. Samanburður þriggja tegunda köfnunarefnisáburðar. Bjarni Helgason Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti. YFIRLIT Fjallað er um áhrif þriggja tegunda köfnunarefnisáburðar, „Kjarna", kalksaltpéturs og brennisteins- súrs ammóníaks, í fjóirum tilraunastöðvum og lýst áhrifum 20—25 ára samfelldrar notkunar á nokkra mikilvæga efnaeiginleika jarðvegsins, þ.e. sýrustig (pH), leysanlegt magn kalsíums, magnesíums og kalíums auk magns rotnandi jurtaleifa. Brennisteinssúrt ammóníak (ammóníumsúlfat) örvar alls staðar skolun næringarefna, og hefur kalsí- ummagn (Ca+ +) á Sámsstöðum, t.d. minnkað úr 12,7 m.e. niður í 2,4 m.e. af þessum sökum. Jafnframt veldur þetta tiltölulega örri sýringu jarðvegsins. Breytingar af þessum sökum virðast þó að mestu hafa fjarað út x um 15 cm dýpt. Athyglisvert er, að hin öxa lækkun pH virðist að mestu stöðvast við pH = 4,8 og sýrustigið síðan haldast óbreytt um langt árabil a.m.k. Langvarandi notkun brennisteinssúrs ammóníaks virðist enn fremur fylgja aukið magn jurtaleifa. Virð- ist þetta vera eina áburðartegundin, sem slíku veldur, enn sem komið er. Kalksaltpétur (kalsíumnítrat) veldur alls staðar verulegri aukningu kalsíumjóna (Ca++) og mestri hlutfallslegri, þar sem úrkoma er minnst. Hefur verið að ræða um allt að helmingsaukningu miðað við liði án köfnunarefnisáburðar. Aukning þessi endurspeglast í hækkuðu pH allt niður í 10—15 cm jarðvegsdýpt. Hins vegar kemur skýrt fram x þeim liðum, sem ekkert köfnunarefni hafa hlotið, að sýrustigsbreyt- ingar fylgja magni lífrænna jurtaleifa þannig, að pH hækkar eftix því, sem neðar dregur í jarðveg- inn og eftir því sem magn lífrænna efna minnkar. Sýring jarðvegs, þ.e. lækkað pH, sem rekja má til notkunar Kjarna, hefur aðeins komið í ljós að Reykhólum og Sámsstöðum. Ber þó að hafa í huga, að köfnunarefnisnotkun í síðara tilvikinu er ó- venjulega mikil. Þeirri ályktun er að lokum varpað fram, að notkun kalks kunni að verða reglubundinn þáttur í al- mennri túnrækt. Það er sökum þess, að langvarandi notkun kalksnauðra áburðartegunda getur leitt til óæskilega lítillar mettunar á jónrýmd jarðvegsins, einkum þó með tilliti til kalsíums.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.