Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 11

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 11
BREYTINGAR Á JARBVEGI 9 INNGANGUR Efnajafnvægi og ræktunarástand jarðvegs breytist smám saman með langvarandi á- burðarnotkun. Þetta á við, þegar notaður er lífrænn áburður eins og t. d húsdýraáburður og einnig þegar notaður er einhvers konar tilbúinn áburður. Ahrif áburðartegunda eru hins vegar mjög ólík og koma einnig mjög misjafnlega fljótt í ljós. Þar ræður áburðar- magn miklu. Grasrækt krefst að jafnaði mik- ils köfnunarefnisáburðar, en honum getur fylgt óæskileg rýrnun kalsíums í jarðvegi á- samt auknu sýrustigi. Slíkt þarf þó ekki að hindra eðlilega grassprettu sökum hæfni flestra túngrasa til að laga sig að breytilegum vaxtarskilyrðum. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið hér á landi um áhrif einstakra tegunda köfnunar- efnisáburðar á jarðveg og uppskeru. Greinar hafa birzt um áhrif ammóníumnítrats, „Kjarna", á jarðveginn, og hafa höfundar (Björn Jóhannesson 1960, Þorsteinn ÞoR- STEINSSON Og MagnÚS ÓsKARSSON 1960) komizt að gagnstæðum niðurstöðum. Enn fremur hafa verið birtar glefsur úr erlendum greinum um kalkgildi ýmissa tegunda köfn- unarefnisáburðar, m.a. í Handbók bænda árið 1967 (nafnlaus 1967). Fleira hefur verið ritað og rætt um áhrif ammóníumnítrats á íslenzkan jarðveg og flest sem lítt röksmddar fullyrðingar, reistar á ófullkomnum upplýs- ingum um erlendar tilraunaniðurstöður og misskilningi á gildi þeirra í íslenzku um- hverfi. Undanfarna tvo áratugi hefur verið gerður samanburður á þremur tegundum köfnunar- efnisáburðar í fjórum tilraunastöðvum jarð- ræktarinnar. Þessi samanburður nær til ammóníumnítrats, kalksaltpéturs og brenni- steinssúrs ammóníaks. Tilraunirnar hófust árið 1945 á Akureyri og Sámsstöðum, en árin 1953 og 1954 að Reykhólum og Skriðu- klaustri, og standa þær allar enn (sjá m.a. Árna Jónsson 1955). Hafa oft heyrzt raddir um það, að þetta sé óþarflega langur tími til einnar tilraunar, en þetta er þó ein þeirra tilrauna, sem telja verður æskilegt, að haldið verði áfram sem allra lengst, því að með henni fæst vitneskja um, hvaða áhrif lang- varandi notkun tiltekinna áburðartegunda hefur á jarðveginn og eiginleika hans til rækmnar framvegis. Þannig fæst einhver mynd af því, sem raunverulega kann að gerast í túnum við stöðuga notkun tilbúins áburðar. LÝSING TILRAUNAR Tilraunirnar eru lagðar út í ríkjandi jarðvegi hverrar tilraunastöðvar, en jarðvegur er mjög ólíkur eftir stöðvum, bæði að uppmna og innri gerð. Á Sámsstöðum er tilraunin í halla móti suðaustri í lítils háttar rökum móajarðvegi, og hefur landið verið í rækmn síðan 1940. Það ár var sáð í landið gras- og smárafræi, og er þess getið í skýrslum tilraunastöðvar- innar, að smárinn hafi verið næstum horfinn árið 1950 úr þeim reitum, sem fengið höfðu hinn stærri skammt, þ.e. 93 kg N/ha, af ammóníumnítrati („Kjarna"). Á Reykhólum er tilraunin gerð á fram- ræstri mýri, og hafði grasfræi verið sáð í landið nokkm áður. Búfjáráburður mun hafa verið borinn á landið í upphafi, áður en sáð var, og e. t. v. einnig kalk, en það hefur þó ekki verið staðfest. Á Akureyri er tilraunin lögð út á gömlu, rækmðu túni í þurrum móajarðvegi (brekku- jarðvegi). Smári var töluverður í tilrauna- landinu þegar í upphafi, og gætir hans all- mikið í reimm, sem aldrei hafa fengið köfn- unarefnisáburð. Einnig gætir smárans all- mjög í seinna slætti, þegar tvisvar er slegið, og þá í öllum reitum tilraunasvæðisins. Á Skriðuklaustri er tilraunin gerð í fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.