Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Page 24

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Page 24
22 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Soil profile frorn Nordurárdal in Skagafjördur Soil profile frorn Vesturdalur in Skagafjördur showing ash layers designated Hs, H., and H5 showing the 4 rhyolithic ash layers originating originally from the volcano Hekla and previ- from the volcano Hekla. ouslu unknown ash leyer O? svæðinu, eftir að landslag fór að færast í núverandi horf. Gosmenjar þessar, sem eru í eldri grágrýtismynduninni, er m. a. að finna í Mælifellshnjúk, Þórðarhöfða og á Skaga (Jakob Líndal 1964), og eru þetta einkum hraunlög, að vísu með nokkrum sandkennd- um millilögum, en lítið um gosmóberg. Jarðgrunnur á rannsóknarsvæðinu er frá síðasta hluta ísaldar eða yngri. Er þar einkum um jökulruðning og vatnaset að ræða. Vatna- setið er einkum að finna á flatlendinu milli Blönduhlíðar að austan og Neðribyggðar, Langholts og Borgarsveitar að vestan, frá Reykjatungu að sunnan og norður að sjó. Jökulruðning frá síðasta jökulskeiði er eink- um að finna í framdölum um Vesturdal og Svartárdal og þaðan áfram norður láglendi Tungusveitar allt norður að Reykjamngu. Annað víðáttumikið svæði hulið jökulruðn- ingi er Vatnsskarð, og teygist það svæði meðfram Sæmundarhlíðarfjöllum og áfram allt norður undir Sauðárkrók. A þessu svæði er meðai annars að finna noklcurra km langa malarása. Heitir einn þeirra Kattarhryggur og er norðan við bæinn Skarðsá í Sæmundar- hlíð. Árangur jökulrofsins er mjög áberandi á Skagafjarðarsvæðinu. Ummerki um það er hvarvetna að sjá, t. d. á hvalbökum og í Jarðvegssnið úr Norðurárdal í Skagafirði, sem sýnir öskulögin H3> H4 og Hg frá Heklu og áður ófundið öskulag O? Jarðvegssnið úr Vesturdal í Skagafirði, sem sýnir öll ljósu öskulögin frá Heklu.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.