Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 26

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 26
24 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR hangandi dölum eins og Miðsitjuskarði og Djúpadal og í U-laga dölum svo sem Deild- ardal. Jökulskálar eru margar í fjöllum eftir hvilftar- eða skálarjökla. Röð slíkra skála er t. d. að finna í suðurfjöllum Unadals. Dæmi um malarása er áður nefnt. Allvíða má sjá malarhjalla, sem myndazt hafa milli jökuls og hlíða. Gott dæmi um slíka malar- hjalla er að finna utan í Stafnshólsöxl sunnan Deildardals, en þar er röð slíkra malarhjal'a í mismunandi hæð. Talsvert er um fram- hlaup í dölunum. Eitt slíkt framhlaup var skoðað í Deildardal. I jarðvegssniðum, sem tekin voru ofan á og til hliðar við fram- hlaupið, fannst aska frá Hekí’u (H5). Má því telja líklegt, að framhlaupið hafi orðið fljót- lega eftir að ísa leysti, a. m. k. er það eldra en 7000 ára. Svörfun vatnsfalla setur ekki ýkjamikinn svip á þann hluta Skagafjarðarsvæðisins, sem rannsakaður var, en þó eru allvíða nokkuð tilkomumikil gljúfur, sem hafa orðið til vegna vatnsrofs. Einkum eru Bólugil, Kotagil og gljúfur Jökulsánna tilkomumikil. Jökulárnar hafa og borið fram mikið magn bergmylsnu, sem hefur sezt til og myndað flatlendið. Ummerki um landmótun sjávar á því svæði, sem rannsakað var, eru einkum mal- arhjallarnir, t. d. í mynni Svartárdals í 50 m hæð yfir sjó og Nafirnar, malarhjallar við Sauðárkrók, í 45 m hæð yfir sjó, en þeir eru orðnir til við hæsm sjávarstöðu á síðjökul- tíma. Af framansögðu er Ijóst, að jarðgmnnur í Skagafirði er nokkuð breytilegur, og liggur móajarðvegurinn ýmist á þéttu, tertíem bergi, nokkuð þétmm jökulruðningi, gropnu sjáv- arseti (malarhjallar) og ungu árseti. MYNDUN MÓAJARÐVEGS í SKAGAFIRÐI Myndun móajarðvegs í Skagafirði hófst, þeg- ar jökla leysti af landinu, fyrir rúmum 10.000 árum, og hefur myndun hans staðið allt fram til vorra daga. I eldfjallalöndum eins og Islandi er víða að finna öskulög í setlögum. Öskulögin hafa oft mismunandi eiginleika og útlit, sem veldur því, að þekkja má lögin frá einu jarðvegssniði til annars. Má þannig rekja útbreiðslu og finna uppruna þeirra. Islenzkir brautryðjendur í öskulagarann- sóknum eru þeir Hákon Bjarnason og Sig- urður Þórarinsson (1940). Sigurður Þórarins- son hefur síðan aukið mjög við þekkingu manna á útbreiðslu og uppruna öskulaga, sem varðveitzt hafa í íslenzkum jarðvegi. Aldur forsögulegra öskulaga hefur verið á- kvarðaður með geislakolsaðferðinni. Sigurður Þórarinsson (1961) varð fyrsmr manna til að nota öskulög til að mæla þykknunarhraða fokjarðvegs á ýmsum tím- um. Hefur þeirri aðferð verið beitt við rann- sókn þessa á myndunarsögu móajarðvegs í Skagafirði. Aðferðin er fólgin í því að mæla þykkt jarðvegsins milíi tveggja þekktra ösku- laga og deila síðan árafjöldanum, sem liðið hefur milli þess, að öskulögin hafa fallið, í þykktina. Fæst þannig árleg þykknun. Öskulög, sem smðzt var við í rannsókn þessari, voru ljósu öskulögin úr Heklu (Sig- urður Þórarinsson 1971). H5 7100 ára (C14), H4 4500 ára (C14), H3 2900 ára (C14), H1104 866 ára (miðað við A.D. 1970). Auk þess var smðzt við viðarkolaleifar, þar sem þær fundust. Kolaleifarnar finnast í nokkmm sniðum nokkru neðar en Heklu- lagið frá 1104, en talsvert ofar en H3. Gert er ráð fyrir, að þær séu frá landnámstíma

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.