Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 27

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 27
MYNDUN MÓAJARBVEGS í SKAGAFIRBI 25 eða frá því um 900 Á.D., þ. e. frá fyrstu sviðningu. Ljósu öskulögin frá Heklu eru í jarðvegi um allan Skagafjörð, auk þess eru þar all- mörg dökk öskulög. Mjög víða í jarðvegs- sniðum eru tvö þunn, dökk öskulög fyrir ofan Hno4. Gera má ráð fyrir, að neðra lagið sé frá 1477, en um það er tal'að í svokölluðu Grundarbréfi. Einnig er hugsanlegt, að neðra lagið sé frá Heklugosi 1300 og efra lagið þá frá 1477. Milli öskulaganna Huoi og H3 eru víða tvö dökk öskulög. Sömu sögu er um þau að segja, að upplýsingar skortir og þau eru svo lík úti í náttúrunni, að ekki er unnt að greina þau sundur. Þessi öskulög voru skráð og mæld, þar sem þau finnast, en ekki notuð við úrvinnslu vegna skorts á heimild- um aldur þeirra. I tveimur jarðvegssniðum, sem tekin vom í mynni Norðurárdals, nánar til tekið sunnan brúar á Norðurá, fannst Ijóst öskulag í mó- hellu talsvert neðar en H... Ljósbrot öskunnar var mælt og reyndist vera um 1,498 eða svipað og H4 (Sigurður Þórarinson 1967). Um upptök öskulagsins verður ekkert sagt að svo stöddu, en það er eitt elzta öskulag, sem varðveizt hefur á Islandi frá ísaldarlok- um, þ.e. á nútíma. Nú skal vikið nánar að jarðvegssniðunum, en alls vom mæld 27 snið (sjá mynd á 23. bls.). Jarðvegsþykknunin var fremur hæg fyrsm þrjú árþúsundin, eftir að ísa leysti og fram að Hs, um 0,047 mm á ári samkvæmt mælingum á 17 sniðum (sjá töflu II). A næsta tímabili, sem er um 2600 ár, þ. e. milli öskulaganna H3 og H4, var þykknunin lítið eitt meiri, 0,049 mm á ári. Á tímabilinu, sem líður milli öskulaganna LI i og H3, verð- ur nokkur breyting. Jarðvegsþykknun það tímabil, sem er 1600 ár, er 0,037 mm á ári. Þykknunin er þá hægust á myndunartíma jarðvegs í Skagafirði. Frá því að öskulagið H3 fellur og að viðarkolalaginu, sem finnst í fjórum sniðanna, verður talsverð breyting, þykknun er 0,08 mm á ári. En væri snið 5 ekki reiknað með, enda virðist þar um á- rennsli vegna flóða að ræða, væri þykknunin 0.06 mm á ári. Þykknunin frá kolalaginu og fram til 1104 er hin mesta, sem reiknast, 0,74 mm á ári. Þess ber þó að geta, að við- arkolalagið fannst aðeins í fjórum sniðum, eins og áður sagði. Síðusm aldirnar, þ. e. frá 1104 og fram til 1970, er þykknunin 0,506 mm á ári. Til þess að kanna, hve mikil þykknun jarðvegs á rannsóknarsvæðinu í heild hefur verið, var dregin lína um vestanvert svæðið annars vegar og austanvert svæðið hins vegar frá syðstu mælistöðum í framdölum og til nyrztu mælistaða hvorum megin. Niðurstöð- ur þessara athugana má sjá í mynd á 37. bls. af vesmrsvæði, en af henni er ljóst, að jarð- vegsþykknun er einna mest syðst, en minnkar heldur eftir því, sem norðar dregur. Svipuð niðurstaða fékkst að austanverðu, en þó var jarðvegsþykknun þar óreglulegri, ekki eins ákveðin jarðvegsþynning eftir því, sem utar dró. Líklega er þar um áhrif landslags að ræða. Mynd á 26. bls. sýnir meðaljarðvegsþykkn- un í mm á ári í jarðvegssniðum í Skagafirði og frá Haukadalsheiði. Hún er teiknuð eftir tölum úr grein Guttorms Sigurbjarnarsonar (Náttúmfr. 39, 68—114). Samanburður þessara súlurita sýnir í meg- indráttum svipaða þróun. Við nánari saman- burð koma þó í ljós ýmis frávik. I fyrsta lagi er þykknunarhraði meiri og jafnari á Hauka- dalsheiði allt fram að landnámi. Einnig er það eftirtektarverr, að milli Hi og H3 dregur úr jarðvegsþykknun í Skagafirði. Við land- nám verður jarðvegsþykknun miklu örari í Skagafirði, en lítils háttar dregur úr henni eftir 1104. Verður vikið að þessum mun síðar. Sigurður Þórarinsson (1961) birtir töfl- ur um þykkt lösskennds moldarjarðvegs í

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.