Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 29

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 29
MYNDUN MÓAJARÐVEGS í SKAGAFIRBI 27 Ársriti Skógræktarfélags íslands. Þær þykkn- unartölur ná yfir stór landsvæði, en allgott samræmi virðist þó á milli Skagafjarðarsvæð- isins og þeirra talna, sem Sigurður nefnir um Norðurland. Viðarkol. Ingólfur Davíðsson (1964) minnist á bæja- nöfn í mynni Kolbeinsdals, Sviðning og Smiðsgerði, og getur þess til, að þar hafi verið gert til kola í Sviðningi og smíðað við kolin í Smiðsgerði. Ári síðar svarar Sigurður Þórarinsson (1965) og bendir á þá skýringu, að um akur- eða grasteig, sem að fornu fari hafi verið sviðinn eða brenndur í ræktunar- skyni, sé að ræða. Á þessar vangaveltur er minnzt hér vegna þess, að í nokkrum sniðum fundust viðar- kolaleifar, eins og áður er getið. Þessi snið voru: 18 Sunnan Norðurárbrúar 2 cm 14 í Neðribyggð gegnt Hvíteyrum 3 cm 35 Norðan Ytri-Brekku í Út-Blönduhlíð 6—9 cm 5 um 300 m norðan Grafaróss 2,5 cm Útbreiðsla þessara laga bendir til allút- breiddra skóga eða kjarrs, sem trúlega hefur verið sviðið til ruðnings. Kolaleifar í sniði 35 gæm verið kölagröf, enda þykkari kolaleifar en í hinum sniðunum. Sigurður Þórarinsson (1944) bendir á vitn- isburð örnefna um brennslu og sviðningu skóga. Þar er getið nokkurra örnefna úr Skagafirði, svo sem: Brennigerði, bær í Sauðárhreppi, Brenniborg, bær í Lýtingsstaðahreppi, Brennigil, í Austurdal, — eyðibýli, Brennistaðir, bær í Fljótahreppi, Sviðningur, Hólahreppi, — eyðibýli, Sviðningur, teigur hjá Okrum, Blönduhlíð. Við má bæta: Kolgröf, bær í Efribyggð, Lýtingsst.hr. Hér er um sjö örnefni og fjóra fundarstaði kolaleifa að ræða. Virðist því mega telja, að kolagerð og sviðning hafi verið allalmenn iðja í Skagafirði í öndverða byggð. GERÐ MÓAJARÐVEGS Rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið á ís- lenzkum móajarðvegi, benda til þess, að hann sé að uppruna til eldfjallaaska og vindflutt bergmylsna. Efnasamsetning jarðvegsins er hins vegar mjög ólík hinum eiginléga löss- jarðvegi, sem víða finnst erlendis. Er það að vonum vegna tiltölu'lega einhæfs berggrunns hér á landi og eldfjallaöskunnar. Jarðvegurinn er bæði misþ}'kkur og mis- grófur. Til þess að kanna grófleika og berg- fræðilega samsetningu jarðvegsins var beitt tveimur rannsóknaraðferðum: 1. kornamælingum og 2. smásjárrannsókn á þunnsneiðum af jarð- vegskornum. Til þessara ákvarðana voru tekin sýni úr þremur sniðum í vestanverðum Skagafirði. Sniðin voru: (8) norðan Bjarnastaðahlíðar, (14) gegnt Hvíteyrum, (24) Stóra-Gröf syðri. Um það bil 20 km eru milli staðanna, þar sem sýnin voru tekin, og var það gert til að kanna, hvort um mun í samsetningu væri að ræða út eftir Skagafirði. Sýnin voru tekin úr sniðunum milli þekktra öskulaga á mismunandi dýpi. Alls voru athuguð 18 sýni.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.