Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 29

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 29
MYNDUN MÓAJARÐVEGS í SKAGAFIRBI 27 Ársriti Skógræktarfélags íslands. Þær þykkn- unartölur ná yfir stór landsvæði, en allgott samræmi virðist þó á milli Skagafjarðarsvæð- isins og þeirra talna, sem Sigurður nefnir um Norðurland. Viðarkol. Ingólfur Davíðsson (1964) minnist á bæja- nöfn í mynni Kolbeinsdals, Sviðning og Smiðsgerði, og getur þess til, að þar hafi verið gert til kola í Sviðningi og smíðað við kolin í Smiðsgerði. Ári síðar svarar Sigurður Þórarinsson (1965) og bendir á þá skýringu, að um akur- eða grasteig, sem að fornu fari hafi verið sviðinn eða brenndur í ræktunar- skyni, sé að ræða. Á þessar vangaveltur er minnzt hér vegna þess, að í nokkrum sniðum fundust viðar- kolaleifar, eins og áður er getið. Þessi snið voru: 18 Sunnan Norðurárbrúar 2 cm 14 í Neðribyggð gegnt Hvíteyrum 3 cm 35 Norðan Ytri-Brekku í Út-Blönduhlíð 6—9 cm 5 um 300 m norðan Grafaróss 2,5 cm Útbreiðsla þessara laga bendir til allút- breiddra skóga eða kjarrs, sem trúlega hefur verið sviðið til ruðnings. Kolaleifar í sniði 35 gæm verið kölagröf, enda þykkari kolaleifar en í hinum sniðunum. Sigurður Þórarinsson (1944) bendir á vitn- isburð örnefna um brennslu og sviðningu skóga. Þar er getið nokkurra örnefna úr Skagafirði, svo sem: Brennigerði, bær í Sauðárhreppi, Brenniborg, bær í Lýtingsstaðahreppi, Brennigil, í Austurdal, — eyðibýli, Brennistaðir, bær í Fljótahreppi, Sviðningur, Hólahreppi, — eyðibýli, Sviðningur, teigur hjá Okrum, Blönduhlíð. Við má bæta: Kolgröf, bær í Efribyggð, Lýtingsst.hr. Hér er um sjö örnefni og fjóra fundarstaði kolaleifa að ræða. Virðist því mega telja, að kolagerð og sviðning hafi verið allalmenn iðja í Skagafirði í öndverða byggð. GERÐ MÓAJARÐVEGS Rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið á ís- lenzkum móajarðvegi, benda til þess, að hann sé að uppruna til eldfjallaaska og vindflutt bergmylsna. Efnasamsetning jarðvegsins er hins vegar mjög ólík hinum eiginléga löss- jarðvegi, sem víða finnst erlendis. Er það að vonum vegna tiltölu'lega einhæfs berggrunns hér á landi og eldfjallaöskunnar. Jarðvegurinn er bæði misþ}'kkur og mis- grófur. Til þess að kanna grófleika og berg- fræðilega samsetningu jarðvegsins var beitt tveimur rannsóknaraðferðum: 1. kornamælingum og 2. smásjárrannsókn á þunnsneiðum af jarð- vegskornum. Til þessara ákvarðana voru tekin sýni úr þremur sniðum í vestanverðum Skagafirði. Sniðin voru: (8) norðan Bjarnastaðahlíðar, (14) gegnt Hvíteyrum, (24) Stóra-Gröf syðri. Um það bil 20 km eru milli staðanna, þar sem sýnin voru tekin, og var það gert til að kanna, hvort um mun í samsetningu væri að ræða út eftir Skagafirði. Sýnin voru tekin úr sniðunum milli þekktra öskulaga á mismunandi dýpi. Alls voru athuguð 18 sýni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.