Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 41

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 41
MYNDUN MÓAJARBVEGS í SKAGAFIRÐI 39 H4 fellur, eykst hlutfall Ijósrar ösku mjög í jarðvegi, og sama máli gegnir eftir tilkomu öskulagsins H;. Dökka glerið og ummyndaða glerið er að mestu móbergsgler. Varla er um að ræða, að nokkur ummyndun glers hafi orðið í fokjarðvegi, eftir að hann settist. Astæða þessarar ályktunar er sú staðreynd, að Ijósa glerið er lítt sem ekkert ummyndað, jafnvel úr öskulaginu H.,. Því verður að telja, að mestur eða jafnvei allur hluti móbergs- glersins hafi ummyndazt á myndunarstað, en ekki eftir flutning. Eins og áður er sagt, er berggrunnur rann- sóknarsvæðisins að mesm úr tertíeru blágrýti, en þó er aðeins 5—15% korna jarðvegsins gerð úr bergbrotum og kristöllum, og gæti sumt þeirra þó verið upprunnið utan svæð- isins. Leirs úr millilögum gætir alls ekki. Jarðvegskornin era því að mesm (85—95%) aðflutt af öðrum svæðum og þá helzt af svæðum sunnan Skagafjarðar, það er mó- bergssvæðum. Ljósa glerið er mestmegnis ættað frá Heklu. Gróðurfar, veðurfar og saga jarðvegs. Af frjórannsóknum í íslenzkum mýram (Þorleifur Eeinarsson 1961, 1968) og öskulagarannsóknum (Sigurður Þórarins- son 1944, 1958) má ráða, að fljótlega eftir, að ísa leysti í ísaldarlokin, fór gróðri ört fram á landinu. Frjólínurit frá Skagafirði sýna, að birki hefur verið komið til sögu um 2000 áram áður en öskulagið H-, fellur. Samanburður á jarðvegsþykknun frá því fyrir tun 10.000 árum og fram til tímans fyrir 7100 áram (H.-,) í Skagafirði (0,047 mm á ári) og á Haukadalsheiði (0,083 mm á ári) (Guttormur Sigurbjarnarson 1968) sýnir, að þykknunin hefur verið nær tvöfalt örari á Haukadalsheiði. Skýring þess gæti verið sú, að gróðurlaus svæði hafi alltaf verið í nánd og fokið af þeim á Haukadals- heiðina, en hins vegar betur gróðið í Skaga- firði. Isaskil lágu sunnan til á landinu (Þor- leifur Einarsson 1961), og því hefur ísa leyst fyrr af Norðurlandi og gróður því breiðzt fyrr út þar. A tímabilinu frá 7100 áram (H5) til 4500 ára (Hé) fyrir okkar daga var þykknun jarðvegs svipuð, 0,049 mm á ári, á tímabilinu í Skagafirði. A Haukadals- heiði verður hins vegar aukning úr 0,083 mm á ári í 0,102 mm á ári. Gæti það bent til áfoks af auðum svæðum í nágrenni jökla eða áhrifa vatnsrofs (mýraskeiðið fyrra) eða foki úr öskugeira Hi. I Skagafirði dregur úr áfoki á tímabilinu Hí—H3 (4500—2900 B.P.). Jarðvegsþvkkn- un er þá aðeins 0,037 mm á ári, og er það mjög í samræmi við frjólínuritið frá svæðinu. Þá er birki að breiðast út að nýju eftir fyrra mýraskeið, og dregur þá mjög úr rofmætti vinds. Allan þennan tíma hefur veðrátta verið gróðri hagstæð, hiti farið hækkandi og úr- koma verið næg og mun stærri hluti landsins verið gróinn og gróður aldrei náð meiri hæð, svo að vart munu þá hafa verið nein um- talsverð gróðurlaus svæði. A Haukadalsheiði er hins vegar enn aukning á jarðvegsþykkn- uninni, 0,135 mm á ári. Tímabilið frá því fyrir 2900 árum (Hs) og fram til landnáms er jarðvegsþykknunin tvöföld í Skagafirði á við næsta tímabil á undan, 0,07 mm á ári. A Haukadalsheiði verður þykknun þetta tímabil miðað við tímabiíið á undan, 0,151 mm á ári, en var tímabilið á undan 0,135 mm á ári. Þykknunarhraði í Skagafirði er því hægari þetta tímabil en á Haukadalsheiði. Veðrátta þessa tímabils er lakari en áður var, hitastig lækkaði, og úrkoma jókst. Þetta tímabil spannar fyrri hluta mýraskeiðs síð- ara. Frá 1104 hefur jarðvegseyðingin haldið áfram, þ.e. jarðvegsþykknun á þeim svæðum, þar sem jarðvegur er nú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.