Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 49

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 49
SÁÐTÍMI GRASPRÆS 47 FYRRI RANNSÓKNÍR Ekki er úr ýkjamiklum heimildum að velja um tilraunir með sáðtíma grasfræs án skjól- sáðs erlendis. Flestar slíkar tilraunir hafa verið gerðar í Noregi norðan- og vestanverð- um. Um miðja öldina voru gerðar dreifðar sáðtímatilraunir á Finnmörk. A grundvelli þeirra er ráðlögð haustsáning grasfræs í inn- sveitum þar um slóðir, þar sem vetrarveðr- átta og snjóalög eru stöðug. A andnesjum er vorsáning talin ráðlegri vegna umhleypinga að vetrarlagi (Flovik 1955). A Hálogalandi, — Vágpns í Norrland- fylki, — voru gerðar umfangsmiklar til- raunir með sáðtíma vallarfoxgrass árin 1955 —1964. Bornir voru saman allmargir sáð- tímar síðsumars. Uppskera annars árs minnk- aði við frestun sáningar og langmest við seinkun frá 15. ágúst til 30. ágúst. Talið er, að toppamyndun að hausti sáðárs sé vallar- foxgrasi nauðsyn til að lifa af veturinn. Toppamyndun er ljósháð. Til að toppar geti myndazt, verður grasið að vera komið upp, áður en daglengd fer niður fyrir ákveðið lágmark. Vallarfoxgrasið kom að jafnaði upp 14 dögum eftir sáningu. Mörk lág- marksdaglengdar til toppamyndunar virðast því vera um höfuðdag (mánaðamót ág.— sept.) á Vágpnesi, 69° N br. Bezt reyndist sáning fyrri hluta ágúst. Væri sáð fyrr og ekki slegið samsumars, varð illgresi til vand- ræða. Sáning eftir miðjan ágúst og til sept- emberlöka einkenndist af ójafnri spírun og verulegri hætm á kali (Pestalozzi 1963, Valberg 1968). Samtímis þessum tilraunum var gerður samanburður þriggja sáðtíma, sumarsáningar 10. ágúst, haustsáningar 15. okt. og vorsán- ingar 30. maí vorið eftir. Sumarsánir reitir fengu fullan steinefnaskammt aukreitis. Upp- skera fyrsta árs varð jafnt fallandi eftir tíma- röð, og munaði um helmingi á sumarsánum reitum og vorsánum. Munurinn var mark- tækur í 99,9% tilvika. Nákvæmlega sömu sögu er að segja um hlutfall vallarfoxgrass og illgresis. Þess ber að gæta, að þarna er borin saman uppskera af misgömlu túni og eftir misstóra áburðarskammta. Uppskeru- munur milli liða hin næstu ár reyndist ekki marktækur (Pestalozzi 1961, Valberg 1968). I Sogni og Harðangri voru bornir saman, í dreifðum tilraunum, fjórir sáðtímar síð- sumars á tíu daga fresti milli 4. ágúst og 3. sept. Uppskera fyrsta árs féll eftir tímaröð og mest milli sáningar 24. ágúst og 3. sept. Toppar mynduðust að hausti eftir tvo fyrstu sáðtímana, 4. og 14. ágúst. Hæð vallarfox- grass að hausti reyndist fullnægjandi, 8—11 cm. Beint samhengi fannst milli toppamynd- unar að hausti og vaxtarhraða vorið eftir. Þrátt fyrir ólíkt veðurfar á andnesjum og í innfjörðum Vesmr-Noregs röðuðu sáðtím- arnir sér eins í öllum héruðunum. Annað uppskeruár varð munur ekki marktækur. Samanburður fleiri tegunda staðfesti sam- hengi milli hæðar og toppamyndunar, að hausti annars vegar og þakhluta sáðgresis að vori hins vegar. Vallarfoxgras þoldi haust- sáningu bemr en aðrar tegundir (Pestalozzi 1967, Aase 1970). I tilraunum í Norðurbotni í Svíþjóð um miðja öldina vom bornir saman þrír sáð- tímar að vori með þriggja vikna millibili frá 30. maí. Niðurstöður urðu nokkuð mis- munandi á fyrsta ári. Ymist reyndist fyrsti eða annar sáðtími beztur. Meðaluppskera 1. —4. árs reyndist lökust við síðasta sáðtím- ann, en hinir vom áþekkir (Agerberg 1958). Geta má þess, að Bretar ráðleggja ein- dregið sáningu að vori, eins snemma og unnt er (Spedding and Diekmahns 1972). Tilraunir með sáðtíma grasfræs hérlendis hófust á Akureyri árið 1912. Þá var borin

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.