Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 54

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 54
52 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR hey, hkg/ha hay, 100 kg/hectare 100-, 80- 60- 40- 20- 0-1 2 ár 2nd year 3. ax 3 rd year ‘ Mt. 1.—3. árs Mean, lst—3rd year 1. ár , Ist. year 15.maí 15-júnf 15-júlí 15.ág 15.sept. 25. okt. 4. mynd: Tilraun 283—72, Hvanneyri. Uppskera eftir mismunandi sáðtíma. Fig. 4: Experiment 283—72, Hvanneyri. Hay yield (hkg pr ha) in relation to different sowing dates. skera eftir sáningu 25. okt. var líka minni en eftir sáningu 15. ágúst og fyrr. Sumarið 1974 var uppskera nær jöfn úr öllum lið- um. Tilraunin var þá lögð niður. Meðaltal 1.—3. árs sýnir lítinn breytileika milli liða og endurspeglar uppskeru annars árs. Meðal- uppskera vorsánu liðanna er þó meiri vegna uppskeru fyrsta árs. ÁLYKTANIR Tilratmir þessar eiga það sameiginlegt, að uppskerumunur varð milli liða tvö fyrstu árin. Vorsánir reitir gáfu þá betri uppskeru en reitir sánir síðari hluta sumars og að hausti. I báðum tilraununum var uppskeru- munur horfinn á þriðja ári. I tilraun 283—70 voru vorsánu reitirnir betri fyrstu tvö árin. Athuganir á gróður- þekju og hlutdeild sáðgresis í uppskeru benda til þess, að sáning að vori hafi gefið gras- fræi nokkru betri möguleika til þroska en sáning síðari hluta sumars og að hausti, þótt allir liðir gefi fullgott tún að lyktum. í tilraun 283—72 er ekki stórvægilegur munur milli liða tvö fyrstu arin. Ágústsán- ing reyndist þar nokkuð vel, svo október- sáning, en septembersáning miður. Er það mjög samhljóða norskum tilraunaniðurstöð- um. Á þriðja ári var uppskerumunur horf- inn. Virðist því haustsáning hafa lánazt, og má ef til vill skýra uppskeruna á öðru ári að hlúta með miseldri sáningar. Rétt er að draga ályktanir af þessum til- raunum með hliðsjón af búskaparháttum. Uppskera fyrsta árs skiptir ekki verulegu máli, nema ætlunin sé að brjóta landið aft- ur innan fárra ára. Sé sáð til túns, sem standa skal óhreyft áratugum saman, skiptir upp- skera fyrsta árs litlu í meðaluppskeru túns- ins. Þá er markmið sáningar fremur að gefa góða gróðurþekju en mikla uppskeru á fyrsta ári. I þessum tilraunum hefur engin sáning mistekizt, og koma því allir sáðtímar til greina. Með hliðsjón af fyrri rannsóknum ætti þó að gjalda varhuga við sáningu frá miðjum ágúst og þar til í október.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.