Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 65

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Qupperneq 65
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1975 7, 1-2 63-66 Athugun á orkuforða nokkurra íslenzkra plantna Sturla Friðriksson Rannsóknastofnun landbúnadarins Aðalsteinn Jónsson Rannsóknastofnun iðnaðarins YFIRLIT Mælt var þurrefni og hitagildi í rótum og ofanvexti fimm íslenzkra háplantna. Reyndist þurrvigt ofanvaxtar að meðaltali 22,5 g, en rótar 19,1 g fyrir hverja plöntu. Fylgzt var með því, hvort breytingar yrðu á hitagildi í brennisóley og snarrót í júní- og júlímánuði. Hitagildi var að meðaltali 3638 cal/g af þurrefni, en virtist ekki breytast samfara auknum þroska á þessu tímabili. INNGANGUR Sumarið 1973 voru gerðar athuganir á hlut- föllum ofan- og neðanjarðarhluta nokkurra íslenzkra 'háplantna, sem uxu á tilraunastöð- inni að Korpu. Var mælt þurrefni og hita- gildi í vefjum og fylgzt með breytingum á því nokkurn hluta vaxtarskeiðsins. Þessi at- hugun var gerð til þess að kanna orkunám íslenzkra plantna. TILHÖGUN ATHUGUNAR. Fimm tegundir plantna voru athugaðar: snar- rót (Deschampsia caespitosa), blásveifgras (Poa glauca), brennisóley (Panunculus acris), túnfífill (Taraxacum) og hvönn (Angelica archangelica). Mælingar á vefjum voru gerð- ar þannig, að valin var ein planta hverju sinni í óræktuðu landi og hún stungin upp með það stórum moldarhnaus, að líklegt væri, að allar rætur fylgdu með óskemmdar. Plöntunni var síðan skipt í rót og ofanjarð- arhluta við yfirborð jarðar. Öll mold var síðan 'hreinsuð varlega af rótum, þær þvegn- ar og dauðir hlutar hreinsaðir frá, svo sem visnar blaðleifar umhverfis efsta hluta jarð- stöngulsins. Plöntuhlutinn var síðan veginn, rúmmál hans mælt í mæliglasi með vatni og síðan ákvarðað þurrefni. Um fyllilega nákvæmni er ekki að ræða í þessum mælingum, þar sem viðkvæmir rótarhlutar kunna að hafa slitnað af, en þar á móti kemur, að eitthvað fylgir alltaf með af dauðum vefjum sem erfitt er að hreinsa frá. Snarrót og brennisóley voru athugaðar á ýmsum tímum sumarins, en einstakar mælingar gerðar á öðrum teg- undum. Þá var hitagildi vefja mælt þannig: Um það bil 1 gr af möluðu, fullþroskuðu sýni var vegið í deiglu. Sýnið var síðan press-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.