Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 13

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 13
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI (ENGMO) 11 I. Fylgni þurrefnistaps og hrápróteíntaps við þurrkun heys á velli. II. Fylgni taps meltanlegs þurrefnis og taps meltanlegs hrápróteíns við þurrkun heys á velli (vallar- foxgras). Liðir a, b og c skýrgreindir í 2. töflu. Fig 4. I. The regression of he loss of crude protein(y) on the loss of dry matter(x) during field drying. II. The regression of the loss of dig.crude protein(y’) on the loss of dig.dry matterfx’) during field drying (Phleum pratense). Treatments a, b and c defined in Table 2. y=l,05+0,72x r=0,98*** og einnig milli taps meltanlegs þurrefnis (x’) og taps meltanlegs hrápróteíns (y’): y’=—5,38+l,34x’ r=0,99*** Af röðun gildanna (4. mynd) og líking- unni virðist mega æfla, að tap meltanlegs þurrefnis sé hlutfallslega meira en tap melt- anlegs hrápróteíns fyrst í stað, líklega vegna öndunarinnar og þarfar hennar fyrir auðleyst kolvetnissambönd. Síðan sækir próteíntapið á og vex þá tiltölulega hraðar en tap hins meltanlega þurrefnis. I heild má þó segja, að nokkuð fylgist að tap meltanlegs þurrefnis og tap meltanlegs hrápróteíns, og er það í samræmi við erlenda reynslu (Watson og Nash, 1960, Breirem og Homb, 1970). Hér að framan hefur einkum verið fjailað um þær breytingar á efnamagni, sem leiðir af hrakningi heys á velli. Hrakningurinn veld- því einnig, að gæði fóðursins rýrna, svo að það nýtist búfénu verr og verður að auki ólystugra. Það er skoðun margra og reynsla, að melt- anleiki fóðursins sé allgóður mælikvarði á lostætni þess og að það heymagn, sem jórmr- dýr fást til að éta af fúsum vilja, aukist með vaxandi meltanleika heysins upp að ákveðnu marki (Walters, 1971; Höjland Fred- riksen, 1972). Breytingar á meltanleika heysins við hrakning eru því ekki aðeins áhugaverðar vegna fóðurmagnsins, heldur einnig vegna fóðurgildis heysins. Þessar breyt- ingar voru kannaðar sérstaklega með gögn- um þeim, er fyrir liggja úr hrakningstilraun- unum. Ef við lítum fyrst á einfalda fylgni mélt- anleika heysins eftir hrakninginn og nokk- urra breytistærða, kemur eftirfarandi í ljós:

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.