Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Page 14

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Page 14
12 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR y X r Meltanleiki — lengd hraknings ... 0,55 Meltanleiki — þroskastig ............. 0,60 Meltanleiki — méltanl. v. slátt ... 0,64 Það virðist með öðrum orðum vera meltan- leiki heysins við sláttinn, sem mestu ræður um meltanleika þess að vallþurrkun lokinni að það jafnvel þótt um verulegan hrakning sé að ræða. Þessi niðurstaða hefur hagnýtt gildi, bæði að því er varðar mat á orkugildi heys eftir slátrntíma og verkun, eins og fyrr hefur verið bent á (Bjarni Guðmundsson, 1973), og einnig fyrir þá, sem óska að afla heyja með ákveðnu fóðurgildi (orkugildi). Breytingin á meltanleika heys eftir þurrkun og hrakning á velli (y) með þroskastigi vall- arfoxgrass við slátt (xi) og dagafjölda, sem heyið lá á vélli (x2), má lýsa með líking- unni: V—85,38—0,35xi—0,51x2 R=0,92* Meltanleiki heysins hefur samkvæmt þessu rýrnað um 0,35 stig á hverjum degi, sem slátmr dróst, en um 0,51 stig við hvern dag, sem heyið lá á velli. Sú lækkun, sem verður á meltanleikasmðli heysins við hrakning á velli, er eðlilega háð sömu þátmm og rýrnun meltanlegs þurrefnis. Verður það atriði ekki rætt nánar hér, aðeins vísað til þess, sem áður er sagt. ÁLYKTANIR Þær mælingar á efnatapi, sem hér hefur verið fjallað um, miðuðust við þurrkun á velli fyrir súgþurrkun. Þannig var rakastig heysins í lok mælinga að jafnaði 38,2% (s=±8,l%). Auðsætt er, að meiri þurrkun á vélli fylgir meira efnatap sökum vaxandi hættu á úrkomu og hrakningi. Við hvaða rakamark hirt er í hlöðu, fer því eftir tíðarfari og gæðum súgþurrkunarinnar. Nokkra athygli vekur, að efnatap í inn- lendu tilraununum mældist jafnvel minna en um gemr í erlendum heimildum. Kann þetta að stafa af ólíkum fóðurtegundum. Er- lendis er smári víða ríkjandi í túnum, en hann þolir illa vélameðferð (Tougaard Peder- SEN, 1962). Munurinn getur einnig stafað af ólíkum þurrkunarhraða plantnanna og þá um leið mismunandi öndunartapi, en athug- anir benda til, að þurrkunarhraði íslenzkrar töðu sé meiri en erlendrar (Bjarni Guð- MUNDSSON, 1972). Ekki verða ástæður fyrir tapi fóðurefna við hrakning á velli gjörla greindar í sundur með þeim gögnum, sem fyrir liggja. Þó virðist svo sem það séu eink- um blöðin, er fara forgörðum, ekki sízt ef um langvinnan hrakning er að ræða. Blöð- in þorna hratt, og hætta á molnun þeirra, t. d. við snúning heysins, er því vemleg. Einnig má ætla, að fóðurefni skolist auð- veldlegar úr þeim en stönglunum í vætutíð. Hagnýt ályktun af þessum niðurstöðum er því sú, að þurrkun á velli eigi bezt við, er vallarfoxgrasið er tekið að þroskast og hlut- ur stönglanna orðinn mikill. Er þetta í góðu samræmi við þær reglur um nýtingu vallar- foxgrass, sem aðhæfðar hafa verið samkvæmt efnainnihaldi þess og uppskeru (Magnús Óskarsson og Bjarni Guðmundsson, 1971). Stönglar vallarfoxgrassins virðast halda vei á næringarefnum sínum, jafnvel þótt um sé að ræða mikinn hrakning. Óvíst er, hvort ályktun þessi eigi við aðrar gras- tegundir, t. d. túnvingul, vallarsveifgras a. fl., þar sem gerð stöngla og blaða er ekki eins gerólík og gerist í vallarfoxgrasinu. Fmmat- huganir á Hvanneyri benda hins vegar ekki til þess, að efnatap vallarfoxgrass sé mjög frábmgðið efnatapi við vallþurrkun annarra grastegunda, en ætlunin er að kanna það atriði nánar. Niðurstöður hrakningstilraunanna varpa allským ljósi á áhrif þroskastigs vallarfox-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.