Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 31
SOURCES QF VARIATION IN WEIGHTS OF LAMBS 29
ÍSLENZKT YFIRLIT
RANNSÓKN Á AFURÐATÖLUM
ÚR SKÝRSLUM
FJÁRRÆKTARFÉLAGANNA
I. Þættir, sem valda breytileika í þunga lamba.
JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON
Rannsóknastofnun landbúnaSarins, Keldnaholti.
Rannsökuð voru áhrif nokkurra þátta í þunga
lamba á fæti, fallþunga lamba og kjöt-
prósentu. Gögnin í rannsóknina voru fengin
úr skýrslum fjárræktarfélaganna árin 1970 og
1971. Gögnin vom úr öllum landshlutum.
Samtals vom upplýsingar um þunga 57996
lamba á fæti. Meðálþungi var 38 kg.
Þættirnir, — kyn lambsins, fæðingardag-
ur lambsins, aldur móður lambsins og hvort
lambið var fætt sem einlembingur, tvílemb-
ingur eða þrílembingur og hvernig það gekk
að hausti, — skýrðu 38.8% af heildarbreyti-
leika í þunga lamba á fæti innan bús.
Einlembingar voru 6.35 kg þyngri á fæti
en tvílembingar og höfðu 2.18 prósenmein-
ingum hærri kjötprósenm. Lömb, sem voru
fædd tvílembingar, en gengu ein að hausti,
voru 3.17 kg þyngri en tvílembingar. Hrút-
lömb voru 2.82 kg þyngri á fæti en gimbrar,
en kjötprósenta gimbra var 0.82 prósentu-
einingum hærri en hrútlamba. Aðhvarfsstuð-
ull fyrir þunga lambsins á fæti að aldri var
0.197 kg/dag. Sams konar stuðull fyrir kjöt-
prósentu var 0.021 %/dag. Tveggja vetra
ær skiluðu léttustum lömbum, og lömb
undan þeim höfðu einnig lægri kjötprósentu
en lömb undan eldri ám.
Fundin vom marktæk, en lítil samkeppnis-
áhrif tvílembinga af gagnstæðu kyni.
Bezt leiðrétting kerfisbundinna umhverfis-
þátta fékkst með margföldunarsmðli vegna
áhrifa kyns, en samlagningarstuðli fyrir
burðaráhrif (einl.-tvíl.).
Arfgengi eiginleikanna var metið sem
fylgni milli hálfsystkina, og fengust eftir-
farandi niðurstöður:
Þungi á fæti............ 0.20
Fallþungi .............. 0.13
Kjötprósenta ........... 0.18
Ýmsir þættir í gögnum, sem kunna að
valda skekkju í mati erfðasmðla, eru ræddir.
Erfða- og svipfarsfylgni milli eiginleika var
einnig metin, og eru þeir smðlar birtir í
töflum.
Af heildarbreytileika í leiðrétmm þunga
lamba á fæti reyndust 33.6% vera vegna
breytileika milli búa. Út frá upplýsingum
um afkvæmi sæðingarhrúta var arfgengur
munur milli búa metinn 3% af breytileika
milli búa.
Bent er á, að með notkun leiðréttingar-
stuðla megi auka öryggi við val kynbóta-
gripa.