Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Page 48

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Page 48
46 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR 2. Tafla. Relknaður skyldleiki %. Table 2. Calculated relationship %. Bú Hrútar 1970 - 1975 Ær 1970 og. 1975 Meðaltal Farm Rams 1970 - 1975 Ewes 1970 and 1975 Mean Hestur 1.583 1.316 1.450 Reykhólar 5.125 3.502 4.314 Skriðuklaustur 2.798 2.350 2.574 Hólar 4.240 3.377 3.809 Meðaltal: Mean: 3.437 2.636 3.037 ur 17 er sonur Gabríds 5, Frosti 157 sonur Sindra 134, og Valur 152 og Féldur 145 á Hólum eru synir Ara 122. Reiknaður var sérstaklega skyldleikastuð- ull 22 grárra áa, sem settar voru á á Hólum haustið 1974 og 1975, og var hann til jafnaðar 10,5%. Þetta er veruleg skyldleika- rækt, sem þó hlýtur ávallt að verða í mjög litlum lokuðum hópum. Benda má á til samanburðar, að afkvæmi undan tveimur hálfsystkinum hefur skyldleikaræktarstuðul 12,5%. Nánari skyldleikarækt en það er óþekkt á þessum búum, þar sem ekki tíðkast að nota hrúta á dætur sínar. UMRÆÐUR Skyldleikarækt sú, sem fundin er í sauðfé á þessum búum, er ekki svo mikil, að ástæða sé til að vænta mælanlegra áhrifa af skyld- leikahnignun á afurðir á þessum búum. Young og Purser (1962) reiknuðu skyld- leikarækt Border-Leichesterfjár á Bretlands- eyjum 5,8%, þegar þeir leituðu rúmlega 18 ættliði afmr í tímann. Martin (1975) fann hjá Galway-fé á ír- landi skyldleikarækt 1,85%, en fjöldi ætt- liða í þeirri rannsókn var fimm eins og hér. Þessi rannsókn var byggð á lömbum, sem skráð voru í ættbækur stofnsins 1969- I samanburði við erlendar rannsóknir á skyldleikarækt annarra búfjárkynja má nefna, að þetta er lítil skyldleikarækt hjá því, sem Syrstad (1957 og 1959) fann í gömlu naut- gripakynjunum í Noregi, en svipuð og Bohlin og Rönningen (1975) fundu í hrossum í Norður-Svíþjóð. Aukning skyldleikaræktar á því tímabili, sem athugunin nær til, er þó veruleg bæði á Reykhólum og Hólum. Á báðum þessum búum hafa engir gripir verið keyptir að til kynbóta á tímabilinu. ✓ A Hesti hafa sæðingar afmr á móti verið notaðar mikið, og mátti þannig í þeim fimm ættliðum, sem ættartöflurnar náðu til, rekja 35% af blóðhlutanum til sæðingarhrúta ár- ið 1970 og 39% árið 1975. Ljóst er, að með slíkri blóðblöndun á að vera auðvélt að halda skyldleikarækt í hófi. Ef miðað er við ættliðabilið 3,75 ár (Jón Viðar Jónmundsson, 1971), þá verður aukningin í skyldleikarækt á kynslóð, byggð á tölunum í 1. töflu, eftirfarandi:

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.