Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 52

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 52
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, l'. 50-62 Ullarþungi áa og tengsl hans við aðra fr amleiðslueiginleika. JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON Stefán Aðalsteinsson Og Jón Trausti Steingrímsson Rannsóknastofnun landbúnaSarins, Keldnaholti, Reykjavík. YFIRLIT RitgerSin fjallar um rannsóknir á hreytileika í ullarþunga íslenzkra áa á 4 ríkisbúum á árunum 196'6 —1975. Breytileikastuðull ullarþunga reyndist vera 18%. Tvævetlur skiluðu mestu ullarmagni, en veturgaml- ar ær skiluðu 0.9 kg minna og þrevetlur 0.4 kg minna ullarmagni en tvævetlur. Aðhvarfsstuðull ullarþunga veturgamalla áa að þunga þeirra á fæti við 4—5 mánaða aldur, reyndist vera 0.0367 kg/kg. Hafði þá verið leiðrétt fyrir aldri móður og einnig fyrir því, hvort lambið gekk undir sem einlembingur eða tvílembingur. Ær, sem gengu með lambi veturgamlar, skiluðu 0.26 kg minni ull tvævetluárið heldur en ær, sem ekki gengu með lambi veturgamlar. Arfgengi á ullarmagni og þremur öðrum eiginleikum var reiknað út eftir mörgum aðferðum og ör- uggustu gildin reyndust vera sem hér segir: ullarmagn 0.28, ullarflokkur 0.55, fjöldi lamba við fæðingu 0.20 og fallþungaeinkunn áa 0.23. Tvíæringargildi eiginleikanna í sömu röð reyndist vera 0.33, 0.51, 0.24 og 0.32. Erfðafylgni milli ofangreindra eiginleika reyndist sem hér segir: jákvæð milli ullarþunga og frjósemi, ullarþunga og fallþungaeinkunnar og ullarflokks og frjósemi, en neikvæð milli frjósemi og fallþunga- einkunnar, ullarflokks og ullarmagns og ullarflokks og fallþungaeinkunnar. Sumar erfðafylgnitölurnar eru skekktar vegna mikils úrvals fyrir bættum ullarflokk á umræddu tímabili. Erfðafylgni ullarþunga milli ára reyndist minni en 1. I ritgerðinni er rætt um möguleikana á því að velja til kynbóta eftir ullarmagni, og bent er á nauðsyn þess að bæta ullarmagni inn í kynbóta- einkunnarúrval. INNGANGUR Síðustu áratugi hefur meginhluti af tekjum sauðfjárbænda verið af kjötframleiðslu. Ull og gærur hafa skilað 10—15% af heildartekj- um af sauðfé. Þessi verðlagning hefur m. a. leitt til þess, að meðferð ullar hefur verið áfátt. Tölur um innvegið ullarmagn bænda sýna einnig, að á hverju ári kemur verulegt ullarmagn aldrei til skila í vinnslustöðvarn- ar. (Vilhjálmur Lúðvíksson o. fl., 1975). Á síðari árum hefur verið efldur í landinu verulegur iðnaður sem miðar að fullvinnslu á ull og gærum. Árið 1975 voru þetta þær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.