Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 66
64 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR fengieldi, þangað til flestar eða allar þeirra hafa fengið, þ. e. a. s. um 2—3 vikur, eftir að tilhleypingar hefjast. Þó er vitað, að sumir bændur hér á landi taka ærnar af hinu sér- staka fengieldi, strax eða fljóflega eftir að þeim hefur verið haldið. Markmið þessarar tilraunar var að kanna, hvort stytta mætti fengieldið á þennan hátt og minnka þannig fóðurnotkun án þess að skerða frjósemi ánna. Sams konar tilraun hefur ekki verið gerð áður hér á landi. LÝSING TILRAUNARINNAR Tilraunin var gerð á tilraunabúi Bændaskól- ans á Hvanneyri í Borgarfirði veturna 1973— 74, 1974-75 og 1975—76. Fyrir féngi- tíma ár hvert voru 1—9 vetra ær teknar í tilraunina, einkum þó ungar ær, og voru um 80% ánna fjögurra vetra og yngri að hausti. A hverju hausti voru lömbin tekin undan, um leið og féð heimtist af fjalli seint í sept- ember, og ánum beitt á úthaga, þangað til þær voru teknar á hús um miðjan nóvember, en frá þeim tíma voru þær á algerri innistöðu fram yfir sauðburð í maí. I tilrauninni voru samtals 148 ær fyrsta árið, 154 ær annað árið og 178 ær þriðja árið. Hvern vetur var þeim skipt í tvo flokka, A. og B, eftir aldri, fyrir frjósemi og þunga á fæti í nóvember, nánar tiltekið 8. nóv. fyrsta árið, 22. nóv. annað árið og 20. nóv. þriðja árið. Allar ærnar voru fóðraðar saman fram að fengi- tíma, en hvern vetur hófst fengieldið 1. des- ember. Byrjað var að hleypa til 21. desember fyrsta árið, en 15. desember bæði annað og þriðja árið. Meðálfardagar ánna í báðum flokkum voru hinir sömu hvert ár, þ. e. a. s. 30. desember fyrsta árið, 24. desember annað árið og 23. desember þriðja árið. Mismun- ur á fóðrun flokkanna var sá, að ærnar í A-flokki nutu fengieldis út fengitímann, en þetta eldi var tekið af hverri á í B-flokki daginn eftir, að henni var haldið. Frá lokum fengitíma til vors ár hvert voru allar ærnar fóðraðar saman. Nánari lýsing á fóðrun ánna um fengitímann fer hér á eftir: Veturmn 1973—74. Fengieldið hófst 1. des- ember með 1,2 kg af góðri þurrheystöðu, 100 g af graskögglum og 150 g af A-fóður- blöndu á dag handa ánni. Hinn 11. desember var eldið aukið í 200 g af A-blöndunni, en áfram var gefið sama magn af töðu og gras- kögglum. Ærnar í A-flokki fengu þessa gjöf til 9. janúar, en þá var smám saman dregið úr fóðurblöndu og graskögglagjöf, og allar ærnar voru komnar á heyfóður eingöngu, 1,2 kg af töðu, í lok fengitíma, 15. janúar. Ær í B-flokki fengu sama fóður og A-flokkur, þangað til hverri á var haldið, en þá voru þær teknar frá og hætt að gefa þeim fóður- blöndu. Þær fengu 1,2 kg af töðu og 50 g af graskögglum til 10. janúar og síðan 1,2 kg af töðu eins og A-flokks ærnar. Veturinn 1974—73. Féngieldið hófst 1. des- ember með 1,2 kg af góðri töðu og 100 g af A-blöndu á dag handa ánni. Hinn 7. des- ember var A-blandan aukin í 200 g, en áfram var gefið sama magn af töðu. Ærnar í A- flokki fengu þessa fóðrun út fengitímann, til 7. janúar, þá var smám saman dregið úr fóðurgjöf og eingöngu gefin taða, 1,2 kg á dag. Ærnar í B-flokki fengu eingöngu 1,2 kg af töðu á dag eftir fang. Veturinn 1973—76. Fengiéldið hófst 1. des- ember með 1,2 kg af lélegri töðu og 200 g af A-blöndu á dag handa ánni. Hinn 10. des- ember var A-blandan aukin í 250 g, en hey- gjöfin var óbreytt, og þessari fóðrun var haldið áfram út fengitímann, til 5. janúar, en þá var fóðurblöndugjöfin smám saman minnkuð og eingöngu gefin taða, 1,2 kg á dag. Eins og árið áður fengu ærnar í B-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.