Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 71

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 71
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1977 9,1:69-71 Arfgengi á fjöri í íslenzkum hrossum. Stefán Aðalsteinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, Reykjavík. YFIRLIT Hryssur voru flokkaðar x þrjá flokka, latar (0), viljugar (1) og fjörugar (2), og afkvæmi þeirra 77 talsins, flokkuð í sömu flokka. Tölugildi flokkana voru notuð til að reikna arfgengi á fjöri. Reyndist arfgengið, reiknað sem aðhvarf afkvæmis á móður, 0.85 og meðalskekkja þess 0.11. INNGANGUR Fjör eða vilji í reiðhrossum er eiginleiki, sem erfitt er að mæla með kvarða og þess vegna er þessum eiginleika oftast lýst með umsögn eða einkennum. Hér á landi er til ein rannsókn á því, hversu hátt arfgengi er á einkunn fyrir fjöri eða vilja, og reyndist arfgengið þar vera 0,2 (Þorvaldur Árnason, 1976). Erlendis eru fáar slíkar rannsóknir til (Cunningham, 1975). RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR í Ættbók og saga íslenzka hestsins (Gunnar Bjarnason 1968) eru birtar tölur um vilja 77 afkvæma Nasa 88 frá Skarði og vilja mæðra þeirra. Tölum þessum safnaði Einar Gestsson á Hæli. Mæður eru flokkaðar eftir því hvort þær voru latar, viljugar eða fjörugar, og afkvæm- in undan hverjum hópi hryssa fyrir sig em sömuleiðis flokkuð í löt, viljug og fjömg, sjá í 1. töflu. l.Tafla. Flokkun á afkvænum Nasa 88 eftir fjöri mæóra og eifiin fjöri. Table 1. Classification o£ the progeny of the staliion Nasi 88 accordinq to dams'and progeny's temperament score. Itó>ur Dams Afkvaani Proqeny Alls - Total Löt-Poor 0 Viljug-Moderate 1 Fjörug-Outstanding 2 Latar-poor 0 3 7 1 11 Viljugar-moderate 1 1 42 11 54 Fj örugar-outstanding 2 0 4 8 12 Alls - Total 4 53 20 77

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.