Fréttablaðið - 16.12.2020, Qupperneq 6
SAMGÖNGUR Vegagerðin mun bæta
ökumönnum það tjón sem orðið
hefur á ökutækjum þeirra vegna
blæðinga á köflum Hringvegarins
milli Borgarfjarðar og Skagafjarðar.
Ljóst er að tjónið hleypur á millj-
ónum en fjárhagslegt tjón vegna
skemmda á veginum sem verður
við þessar aðstæður gæti orðið mun
kostnaðarsamara fyrir Vegagerðina
en bætur vegna skemmda á bílum.
„Að stæðurnar þarna eru það
lúmskar núna að það er mjög erfitt
fyrir fólk að vara sig á þessu þó að
við séum búin að vara við,“ segir G.
Pétur Matthíasson upplýsingafull-
trúi Vegagerðarinnar í samtali við
Fréttablaðið.
Pétur segir að blæðingar á vegin-
um séu með þeim verstu sem hann
þekki til. Þegar bikklæðning er lögð
er lagt steinefni yfir bikið á vegin-
um. Þegar skyndilega hlýnar í veðri
eftir frost kemst raki í bikið undir
steinefnalaginu. Umferð þungra
ökutækja pumpar svo bikinu upp
við þessar aðstæður um pínulitlar
holur á efsta laginu, svo litlar að það
er mjög erfitt að átta sig á því hvar á
veginum bikið kemur upp. – ókp
Að stæðurnar þarna
eru það lúmskar
núna að það er mjög erfitt
fyrir fólk að vara sig á þessu
þó að við séum búin að vara
við.
G. Pétur Matthías-
son, upplýsinga-
fulltrúi Vega-
gerðarinnar
Árbæjarlón var vatns-
miðlun fyrir Elliðaárstöð
sem rekin var frá árinu 1921
til 2014.
Tillaga að matsáætlun
Samherji Fiskeldi ehf auglýsir tillögu að matsáætlun vegna stækkunar
fiskeldisstöðvarinnar að Stað í Grindavík samkvæmt reglugerð um mat
á umhverfisáhrifum nr.660/2015. Framleiðsluaukning er 9.000 tonn á árs-
grundvelli og verður framleiðslan 12.000 tonn að loknum framkvæmdum.
Tillagan er auglýst í Fréttablaðinu og Víkufréttum 16. desember 2020.
Almenningi er gefinn kostur á að kynna sér tillöguna á vefsíðunni
www.samherji.is og gera athugasemdir við hana til
og með 31.desember 2020.
Athugasemdir sendist á netfangið gdd@samherji.is eða í pósti :
Samherji Fiskeldi
Glerárgötu 30, 600 Akureyri
GETUM BÆTT VIÐ
OKKUR VERKEFNUM!
Parketlögn
Uppsetning á innréttingum
Ísetning á hurðum og gluggum
ásamt allri almennri smíðavinnu
Gerum tilboð, þér að kostnaðarlausu.
Ívar Guðmundsson – sími: 769 1049
Steve Roberts – sími: 772 2612 – steve@prverk.is
SAMGÖNGUMÁL Nýtt landamæra-
kerfi frá franska fyrirtækinu
Idemia verður tekið í notkun á
fyrri hluta árs 2022. Verður þetta
töluverð breyting fyrir farþega
utan Schengen-svæðisins en hefur
ekki áhrif á Íslendinga eða aðra
borgara innan þess. Sett verða upp
sjálfvirk hlið og stöðvar á f lugvöll-
um og höfnum landsins þar sem
andlit og fingraför eru skönnuð.
Jón Pétur Jónsson, yfirlögreglu-
þjónn og sviðsstjóri landamæra-
sviðs hjá Ríkislögreglustjóra, segir
kerfið lið í að uppfylla Evrópu-
reglugerð sem taki að fullu gildi
árið 2022. „Þetta er talsvert mikil
breyting og krefst undirbúnings.
Við munum reyna að nýta okkur
sjálfvirknivæðinguna eins og við
getum,“ segir hann. Með lögregl-
unni stendur Isavia að innleiðingu
kerfisins sem rekstraraðili Kefla-
víkurflugvallar.
Þegar borgarar utan Schengen
koma í fyrsta skipti verða þeir
skráðir inn í kerfið með fingrafari
og mynd. Er skráningin staðfest
af landamæraverði og gildir í þrjú
ár. Þegar þeir fara út af svæðinu er
aftur tekin mynd og borin saman
við þá sem er í kerfinu. Er þetta gert
meðal annars til að sjá hvort fólk
hafi dvalið lengur en heimilt er og
leysir þá af hólmi stimpil í vegabréf.
Jón segir að hægt sé að nota
kerfið annars staðar en á landa-
mærum. „Til dæmis ef einstakling-
ar sem eru skilríkjalausir gera ekki
grein fyrir sér við afskipti löggæslu
þá er hægt að sannprófa þá með því
að bera þá saman við gagnagrunn-
inn,“ segir hann. Evrópusambandið
er nú að koma upp sameiginlegum
lífkennagagnagrunni fyrir allt
Schengen-svæðið.
Idemia er stærsta lífkennafyrir-
tæki heims og hefur reynslu af
því að starfa með ríkisstjórnum.
Til að mynda hefur það umsjón
með langflestum ökuskírteinum
í Bandaríkjunum. Það var stofnað
árið 2017 eftir samruna fyrirtækja
sem höfðu starfað síðan snemma á
níunda áratugnum.
Fyrirtækið hefur þó ekki
sloppið við gagnrýni. Í frétt AP
frá því í fyrra er sagt frá áhyggjum
áhugafólks un netöryggismál um
að Idemia geti verið viðkvæmt
fyrir netárásum. Annaðhvort frá
einstökum netglæpamönnum
eða öðrum ríkjum. Einnig að
hættulegt sé að svo miklar upp-
lýsingar safnist fyrir á einum stað,
í tilfelli Bandaríkjanna séu þetta
lífkennaupplýsingar um fólk frá
mörgum ríkisstofnunum sem
kaupi þjónustu af Idemia.
„Það gilda mjög strangar reglur
um notkun þessara gagna,“ segir
Jón Pétur, aðspurður um persónu-
verndarsjónarmið og öryggi þeirra
gagna sem safnað verður. „Þetta
uppfyllir löggjöf um persónuvernd
og Evrópusambandið sýnir mikla
varkárni með þetta.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fingraför og andlit
greind á landamærum
Stór breyting verður gerð á landamæraeftirliti með fólki utan Schengen-
svæðisins árið 2022 þegar taka á nýtt lífkennakerfi í notkun. Þar býr að baki
gagnagrunnur ESB og verður einnig hægt að nota kerfið við löggæslu.
Kerfið mun anna 2.500 farþegum á klukkutíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SKRÁÐU ÞIG Á
PÓSTLISTANN
Fáðu blað dagsins
sent rafrænt
Það gilda mjög
strangar reglur um
notkun þessara gagna.
Jón Pétur Jónsson,
yfirlögregluþjónn
og sviðsstjóri
R E Y K JAV Í K St jór n Ork uveit u
Reykjavíkur felldi tillögu um að
fylla aftur í Árbæjarlón á meðan
unnið er að lausn í samræmi við til-
mæli stýrihóps um Elliðaárdalinn.
OR tæmdi lónið varanlega í októ-
ber síðastliðnum þar sem lónið
gegndi ekki lengur hlutverki sínu.
Líkt og greint var frá í byrjun
mánaðarins telur skipulagsfulltrúi
tæminguna ekki vera í samræmi
við deiliskipulag og að ákvörð-
unin hafi ekki verið tekin í sam-
ráði við skipulagsyfirvöld. Bjarni
Bjarnason, forstjóri OR, sagði hins
vegar að samráð hefði verið haft
við fulltrúa umhverfis- og skipu-
lagssviðs. Þorkell Heiðarsson, for-
maður stýrihópsins, segir málið
enn í vinnslu.
„Það er enn þá verið að skoða
málið frá öllum hliðum og ræða
við þá aðila sem að þurfa að koma
að slíkum málum, það er ekkert um
það að segja,“ segir Þorkell. – ab
Stjórn OR vill ekki fylla Árbæjarlónið að nýju
Árbæjarlón var tæmt varanlega í október. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Mikil blóð taka fyrir Vega gerðina
1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð