Fréttablaðið - 16.12.2020, Qupperneq 8
Ég veit ekki hvar
þetta hálendi væri í
dag ef þjóðgarðurinn væri
ekki. Við hefðum enga burði
til að standa undir þessu,
sveitarfélagið.
Heiða Guðný
Ásgeirsdóttir,
oddviti Sólar í
Skaftárhreppi
Gleðikrónur eru skemmtileg gjafakort sem gilda á öllum
veitingastöðum Gleðipinna. Jólin nálgast og Gleðikrónur
eru fullkomin leið til að gleðja starfsmannahópinn.
Gleðikrónur henta öllum og sá sem hefur Gleðikrónur undir
höndum getur valið úr fjölda veitingastaða og borðað þar
sem hann langar hverju sinni.
STÖNDUM SAMAN & HÖLDUM GLEÐINNI
gledipinnar.is
Þú sendir póst á
gledikronur@gledipinnar.is
og við sendum þér
tilboð fyrir þinn hóp.
STJÓRNMÁL „Vegna reynslu okkar
af Vatnajökulsþjóðgarði síðastliðin
tólf ár í sveitarfélaginu fögnum við
vinnu við frumvarp um hálendis
þjóðgarð,“ segir í bókun sem sveitar
stjórn Skaftárhrepps samþykkti á
fundi sínum.
Samtök ferðaþjónustunnar ósk
uðu eftir afstöðu Skaftárhrepps til
frumvarps umhverfisráðherra um
hálendisþjóðgarð. Oddviti hrepps
ins, Eva Björk Harðardóttir, sem
rekur Hótel Laka og er einn þriggja
fulltrúa Sjálfstæðisf lokks sem
mynda meirihluta í sveitarstjórn
inni, lagði fram bókun þar sem lýst
er stuðningi við frumvarpið. Sagði
Eva samstarf við Vatnajökulsþjóð
garð hafa gefið íbúum Skaftár
hrepps geysilega mikið.
„Mér finnst mjög ólíklegt að það
sé hægt með góðu móti að rökstyðja
það á einhvern hátt að við höfum
ekki notið góðs af þessu samstarfi,“
sagði oddvitinn. „Við höfum fengið
innviði inn á okkar svæði sem við
hefðum aldrei getað staðið undir
sjálf. Og fyrir utan alla þá atvinnu á
svæðinu sem að hefur orðið til út af
þjóðgarðinum beint; opinber störf
og áfram get ég lengi talið. Þann
ig að ég get með engu móti, bæði
sem ferðaþjónustuaðili og sveitar
stjórnarmaður, staðið gegn þessu
frumvarpi.
Jóna Björk Jónsdóttir, aðstoðar
maður þjóðgarðsvarðar Vatnajökul
sþjóðgarðs og annar fulltrúa Sólar
í Skaftárhreppi á fundinum, tók
undir með Evu.
„Ég veit ekki hvar náttúruperlur
Skaftárhrepps væru ef við hefðum
ekki fengið opinbera aðstoð,“ sagði
Jóna. „Á meðan ekki er þjóðgarður
þá er ábyrgðin okkar.“
Sauðfjárbóndinn Heiða Guðný
Ásgeirsdóttir, oddviti Sólar í Skaft
Skaftárhreppur segir ekki vera
til rök gegn hálendisþjóðgarði
Meirihluti Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Skaftárhrepps klofnaði í afstöðu til frumvarps um hálendis-
þjóðgarð. Oddvitinn kvaðst ekki sjá rök til að standa gegn því. Fulltrúar minnihluta Sólar í Skaftár-
hreppi tóku undir bókun hennar. Tveir Sjálfstæðismenn sögðu hins vegar vanta víðtæka sátt um málið.
Að fjallabaki á hálendinu er óspillt náttúra sem lagt er til að komið verði undir þjóðgarðsstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eva Björk
Harðardóttir,
oddviti Skaftár-
hrepps
árhreppi, sagði margt hafa breyst
til hins betra á afréttum með til
komu Vatnajökulsþjóðgarðs. Liðin
tíð væri að björgunarsveitarmenn
væru að fara oft að fiska bíla upp úr
ám á afréttum.
„Mest er það fyrir það að síðustu
ár hafa landverðir staðið og talað við
hvern einasta ferðamann sem fer
inn á svæðið og gefið leiðbeiningar
um hvernig skal keyra yfir ár og
hvað megi gera og hvað ekki,“ sagði
Heiða. „Ég verð bara að segja eins og
Jóna: Ég veit ekki hvar þetta hálendi
væri í dag ef þjóðgarðurinn væri
ekki. Við hefðum enga burði til að
standa undir þessu, sveitarfélagið.“
Bjarki V. Guðnason, slökkviliðs
stjóri og samflokksmaður Evu odd
vita, sagðist ekki taka undir bókun
hennar og benti á að erindi Sam
taka ferðaþjónustunnar sem var
kveikjan að umræðunni, varðaði
ekki Vatnajökulsþjóðgarð heldur
fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.
„Þannig að mig langar að bóka að
ég telji ekki forsvaranlegt að leggja
fram þetta frumvarp um stofnun
miðhálendisþjóðgarðs þar sem ég
tel að víðtæk sátt þurfi að vera í sam
félaginu um að taka svo stóran hluta
landsins undir þjóðgarð,“ vitnaði
Bjarki í bókun sinni.
„Ég vil bara taka undir bókun
Bjarka, ég er alveg sammála því
sem þar kemur fram,“ sagði Katrín
Gunnarsdóttir, grunnskólakennari
á Kirkjubæjarklaustri og samflokks
kona Bjarka og Evu.
„Það er eðlilegt í lýðræðissam
félagi að fólk hafi mismunandi
skoðanir,“ lauk Eva oddviti síðan
umræðunni. gar@frettabladid.is
EVRÓPA Evrópusambandið (ESB)
stefnir á að ná loftslagsskuldbind
ingum með því að beina fjármögn
un frá verkefnum sem notast við
jarðgös yfir til þróunar á kolefnis
lægri orkugjöfum. Þetta kemur
fram í reglum sem Framkvæmda
stjórn Evrópusambandsins lagði
til í gær.
Um er að ræða breytingu á
reglum ESB sem skilgreina hvaða
orkuverkefni standist kröfur um
að fá fjármögnun og önnur leyfi frá
sambandinu.
„Því nær sem við komumst mark
miðinu um hlutleysi í loftslagsmál
um, því meira verður jarðgasi skipt
út fyrir endurnýjanlega orkugjafa,“
sagði Kadri Simson, orkumálastjóri
ESB, og vísaði til markmiðs sam
bandsins um að ná kolefnishlutleysi
fyrir árið 2050.
Verði reglurnar samþykktar mun
fjármögnun til þróunar á lágkol
efnisorkugjöfum á borð við vind
orkuver aukast til muna. – atv
ESB hverfur frá
jarðgösum
Kolefnislægri orkugjafar á borð við
vindorku munu fá aukið fjármagn.
SUÐUR-KÓREA Stjórnvöld í Suður
Kóreu hafa lagt bann við sending
um á áróðursbæklingum yfir landa
mærin til NorðurKóreu.
Flóttamenn frá NorðurKóreu, og
annað baráttufólk í SuðurKóreu,
hafa áratugum saman sent skilaboð
yfir landamærin, ýmist með gas
blöðrum eða f löskuskeytum. Auk
áróðurs hafa þeir einnig sent mat,
lyf og USBkubba með fréttum og
afþreyingarefni frá SuðurKóreu.
Stjórnvöld í NorðurKóreu hafa
lengi fordæmt þessar sendingar en
bannið, sem samþykkt var á þing
inu í gær, er hluti af áframhaldandi
tilraunum suðurkóreskra stjórn
valda til að bæta samskipti milli
landanna tveggja.
Park Sanghak, f lóttamaður frá
NorðurKóreu, hefur dreift áróðri
til heimalands síns með þessum
hætti í um fimmtán ár og segir
bannið ekki muna stöðva sig.
„Ég mun halda áfram að senda
bæklinga því íbúar NorðurKóreu
eiga rétt á því að vita sannleikann,“
sagði hann í viðtali við fréttastofu
Reuters. „Ég er ekki hræddur við að
fara í fangelsi.“ – atv
Suður-Kórea bannar sendingar á áróðursefni til Norður-Kóreu
Áróðrinum var meðal annars dreift
með blöðrum og flosökuskeytum
NÍGE RÍA Hryðjuverkasamtökin
Boko Haram hafa lýst yfir ábyrgð
á árás á grunnskóla í Katsina fylki í
norðurhluta Nígeríu fyrir helgi.
Yfir 300 barna er enn saknað eftir
að árásarmenn vopnaðir hríðskota
byssum réðust inn í skólann og
höfðu nemendur með sér á brott. Að
minnsta kosti 600 nemendum tókst
að komast undan á meðan árásar
menn tókust á við lögreglu.
Nígerískir fjölmiðlar greina frá
því að Abubakar Shekau, leiðtogi
Boko Haram, hafi sent hljóðskila
boð þess efnis að samtökin hafi
staðið að baki árásinni sem hafi
verið framin til að sporna gegn
vestrænni menntun sem fari gegn
gildum íslamstrúar. – atv
Boko Haram
lýsa yfir ábyrgð
Evrópusambandið
stefnir á að ná kolefnishlut-
leysi fyrir 2050.
1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð