Fréttablaðið - 16.12.2020, Page 20

Fréttablaðið - 16.12.2020, Page 20
Núverandi eigendur hótelkeðjunnar leggja til fjárhæð sem nemur á þriðja hundrað milljónum króna og mun félagið K Acquisi- tions halda á tveimur þriðju hlutafjár eftir endurskipu- lagninguna. Yfirtökutilboðin hafa sýnt fram á að aðrir hluthafar geti átt á hættu að læsast inni sem áhrifalitlir eig- endur. Árni Guðmunds- son, fram- kvæmdastjóri Gildis Fyrir þá sem munu lifa í gegnum þessa óvenjulegu tíma geta orðið til ýmis ný tækifæri. Hugh Short, for- stjóri bandaríska fjárfestingar- fyrirtækisins PT Capital MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Weber Pulse Rafmagnsgrill Weber salurinn Skútuvogi 1h (inng. frá Barkarvogi) Sími: 58 58 900 Gengið hefur verið frá fjár-hagslegri endurskipulagn-ingu Keahótela, í gegnum hlutafjáraukningu og með samn- ingum á milli eigenda, lánveitenda og leigusala. Landsbankinn fer með þriðjungshlut í félaginu eftir endurskipulagninguna. „Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Landsbankann, sem er nýr ríf lega þriðjungs hluthafi í félaginu, og við leigusala okkar, sem hafa ákveðið að tengja leigu- kjör félagsins við undirliggjandi rekstraraf komu hótelanna sem starfrækt eru í viðkomandi fast- eignum,“ segir Hugh Short, forstjóri bandaríska fjárfestingarfyrirtæk- isins PT Capital, einn af eigendum keðjunnar. Viðræður um endurskipulagn- ingu reksturs Keahótela, sem er ein stærsta hótelkeðja landsins og starfrækir alls níu hótel, meðal annars hina sögufrægu Hótel Borg við Austurvöll og Hótel Kea á Akur- eyri, hafa staðið yfir um nokkra hríð. Niðurstaðan er samkomulag sem bindur saman hagsmuni eigenda og annarra hagsmunaaðila, sem eru annars vegar Landsbankinn og hins vegar ýmis fasteignafélög. Í því felst að hluta skulda verður breytt í hlutafé, núverandi eig- endahópur kemur með nýtt fé inn í reksturinn og leigusalar gera sam- komulag um veltutengdar leigu- greiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. Endurskipulagningin er sögð styrkja bæði eiginf járstöðu og rekstrarumhverfi Keahótela. Hún skapi félaginu góða stöðu á gisti- markaðnum þegar ferðamönnum fer að fjölga á ný, sem vonir standa til að verði strax á komandi vori. Aðaleigandi hótelkeðjunnar er eignarhaldsfélagið K Acquisitions en að baki því standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties með 25 prósenta hlut, bandaríska eignastýringarfélagið Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og fjárfestingafélagið Tröllahvönn, sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, með 25 prósenta hlut. Núverandi eigendur hótelkeðj- unnar leggja til fjárhæð sem nemur á þriðja hundrað milljónum og mun eignarhaldsfélagið K Acquisi- tions halda á tveimur þriðju hluta- fjár eftir endurskipulagninguna. Hugh Short segir ljóst að COVID hafi haft gríðarlegar af leiðingar í för með sér fyrir ferðaþjónustuna, bæði hér á landi og um allan heim. „Fyrir liggur að aðilar samkomu- lagsins hyggjast takast á við næstu misseri saman eða þar til eðlilegt ástand skapast á ferðamarkaðinum að nýju,“ segir Short. „Fyrir þá sem munu lifa í gegnum þessa óvenjulegu tíma geta orðið til ýmis ný tækifæri og á þeirri vegferð skiptir miklu að vera með fullfjármagnað félag og reksturinn tryggðan til lengri tíma,“ bætir hann við. Samkvæmt síðasta ársreikningi Keahótela fyrir árið 2018 námu eignir keðjunnar tæplega 1,8 milljarði króna og bókfært eigið fé einum milljarði. Félagið hagnaðist um rúmar 484 milljónir króna og EBITDA – af koma fyrir afskriftir, f jármagnsliði og skatta – var jákvæð um 574 milljónir króna. Þá námu rekstrartekjurnar liðlega 4 milljörðum króna. – þfh Landsbankinn eignast þriðjung í Keahótelum Gildi lífeyrissjóður hefur farið þess á leit við fjármála- og efnahagsráðuneytið að núgildandi reglur um yfirtöku og yfir- tökutilboð, sem kveða á um yfir- tökuskyldu þegar fjárfestir eða hópur tengdra aðila er kominn með samanlagt 30 prósenta atkvæðisrétt í skráðu félagi, verði teknar til end- urskoðunar. Þar verði horft til þess að taka upp endurtekna tilboðs- skyldu sem myndi stofnast þegar aðili ræður fyrst yfir 40 prósentum í félagi og síðan 50 prósentum.. Telur Gildi, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins og þarf á næstu dögum að taka afstöðu til yfirtökutilboðs sem fjárfestinga- félagið Strengur hefur gert í allt útistandandi hlutafé Skeljungs, að reglurnar tryggi ekki nægjanlega réttarvernd minnihluta hluthafa. Í bréfi sem sjóðurinn sendi til ráðuneytisins fyrir helgi, og Mark- aðurinn hefur undir höndum, er nefnt að samkvæmt núgildandi yfirtökureglum sé útganga á grund- velli hennar takmörkuð við 30 pró- senta atkvæðisrétt. „Tilboðsgjafi öðlast hins vegar ekki endilega raunveruleg yfirráð í félaginu við þann þröskuld, og getur í kjölfarið jafnt og þétt náð frekari yfirráðum í félaginu án þess að minnihlutavernd sé tryggð. Hér má til dæmis horfa til þess að aukin yfirráð, það er umfram 30 prósent, kunna að draga úr seljanleika hluta- bréfa,“ segir í bréfinu. Þá bendir sjóðurinn á að á íslenskum markaði sé til staðar dreift eignarhald stofnanafjár- festa og annarra fjárfesta sem hafa takmarkaða möguleika til varna eða annarra aðgerða vegna fram- kominna yfitökutilboða. „Á þeim grundvelli,“ eins og útskýrt er í bréfi Gildis, „er ráðandi hluthafi í yfir- burðastöðu gagnvart minnihluta- hluthöfum og svo kann að fara að verðtilboð hans endurspegli ekki þau yfirráð sem fylgja því að fara yfir mörk tilboðsskyldu.“ Á undanförnum misserum hafa komið fram yfirtökutilboð í Brim, Eimskip í tvígang og nú síðast Skeljung. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir í samtali við Markaðinn að öll þessi tilboð hafið vakið upp vanga- veltur innan sjóðsins um hvort ekki sé ástæða til að gerðar verði breyt- ingar á núgildandi yfirtökureglum. „Yf irtökutilboðin, sem hafa kannski verið á gengi sem fjár- festum hefur ekki þótt hagstætt, hafa sýnt fram á að aðrir hluthafar geti átt á hættu að læsast inni sem áhrifalitlir eigendur ef þeir sam- þykkja ekki það tilboð sem er sett fram þegar 30 prósenta þröskuld- inum er náð,“ segir Árni. Í bréfi Gildis til fjármálaráðu- neytisins er nefnt að aukin umsvif eins hluthafa hafi þau áhrif að minni eftirspurn verður eftir bréf- um. „Almennt er talið að það kunni að draga úr seljanleika hluta þegar verulegur hluti hlutafjár félags er undir einum yfirráðum. Ráðandi aðili geti jafnvel hlutast til um að afskrá félag af skipulegum verð- bréfamarkaði. Hlutur minnihluta hluthafa gæti í kjölfarið orðið verðminni hvort sem það er vegna afskráningar eða yfirráðanna,“ segir í bréfinu. Ólík yfirtökutilboð Árni rifjar upp að yfirtökutilboðin sem gerð hafi verið í Eimskip og Skeljung séu sumpart ólík. Í tilfelli Eimskips hafi Samherji lýst því yfir að félagið vildi helst ekki að hlut- hafar myndu taka tilboðinu og varð niðurstaðan sú að nær engir hluthafar ákváðu að selja, enda var yfirtökugengið – 175 krónur á hlut – umtalsvert lægra en á markaði. Sá fjárfestahópur sem fer fyrir yfir- tökutilboðinu í Skeljung, sem inni- heldur meðal annars hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur og Sigurð Bollason, hefur hins vegar þau áform að eignast ráðandi hlut í félaginu og skrá það í kjölfarið af markaði. Árni bendir á að þrátt fyrir að yfirlýst áform þeirra fjárfesta sem standa að baki yfirtökutilboðunum séu ekki þau hin sömu á þessari stundu, þá sé ekkert sem komi í veg fyrir, eins og í tilfelli Samherja í Eimskipi, að félagið ákveði síðar að auka jafnt og þétt hlut sinn án þess að frekari tilboðsskylda vakni allt upp að 90 prósenta eignarhlut. Fram kemur í rökstuðningi Gildis til fjármálaráðuneytisins að slíkar aðstæður geti haft í för með sér minni seljanleika og þar með minni möguleika til útgöngu fyrir aðra hluthafa, svo sem stofnanafjárfesta og aðra almenna hluthafa. Spurður hvaða breytingar hann vilji gera segir Árni að sjóðurinn myndi vilja sjá, eins og hefur verið framkvæmdin hjá nágrannaríkj- um okkar á borð við Danmörku og Finnland, að það verði tekin upp endurtekin tilboðsskylda. „Það gæti þá falið í sér,“ útskýrir hann, „þegar aðili ræður fyrst yfir 40 prósentum og síðar 50 prósentum atkvæðis- réttar í skráðu félagi.“ Hann telur meiri ástæðu til slíkra reglna vegna smæðar íslenska markaðarins og hættunnar á sam- þjöppun eignarhalds. Þá segir Árni að hann telji líklegt að aðrir aðilar á markaðnum séu sama sinnis um mikilvægi þess að fara í slíkar breyt- ingar. Aðspurður hvort þetta sé ekki um leið staðfesting á því að Gildi, næststærsti hluthafi Skeljungs með 10 prósenta hlut, ætli ekki að sam- þykkja fyrirliggjandi yfirtökutil- boð Strengs í félagið, segir Árni að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það enn þá. „Þetta mál er alveg óháð því. Við tengjum ekki þessa ósk okkar um að gildandi yfirtökureglur verði teknar til endurskoðunar við það tilboð, heldur er það sjálfstæð ákvörðun sem verður tekin endan- leg afstaða til síðar,“ segir hann. Yfirtökutilboð fjárfestingafélags- ins Strengs, sem fer núna með um 39 prósenta atkvæðisrétt í Skeljungi, var gert 9. nóvember síðastliðinn og hljóðaði upp á 8,315 krónur á hlut, sem verðmetur félagið á um 16 milljarða. Frá þeim tíma hefur gengi bréfa félagsins hækkað umtalsvert og stendur nú í 8,6 krónum á hlut. Í samtölum Markaðarins við helstu hluthafa félagsins undanfarna daga og vikur er ljóst að lítill áhugi er af þeirra hálfu að samþykkja tilboðið að óbreyttu, en það rennur út í fyrstu viku nýs árs. hordur@frettabladid.is Vill auka varnir með frekari tilboðsskyldu Gildi vill að reglur um yfirtökuskyldu verði endurskoðaðar svo tryggja megi betur minnihlutavernd fjárfesta. Koma eigi á endurtekinni tilboðsskyldu þegar aðilar eignast 40% og 50%. Ráðandi hluthafar geti aukið hlut sinn jafnt og þétt. Yfirtökutilboð Strengs í allt hlutafé Skeljungs rennur út fyrstu vikuna í byrjun nýs árs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.